KVENNABLAÐIÐ

Robert Pattinson verður næsti Batman

Kvikmyndarisinn Warner Bros. hefur nú ráðið breska Twilight-leikarann Robert Pattinson sem næstu ofurhetjuna Batman.

Mun Robert klæðast svörtu skikkjunni og þröngu buxunum eftir tvö ár.

Auglýsing

Orðrómur þess efnis hefur verið á kreiki og nú hefur hann verið staðfestur.

Svo virðist sem Warner Bros. hafi verið að velja milli Roberts og Nicholas Hoult (sem lék í SkinsMad Max: Fury Road og X-Men myndunum) en þeir töluðu við þá báða í gær áður en þeir tóku endanlega ákvörðun.

Auglýsing

Talið er að þeir hafi valið vandlega, en auðvitað eru skiptar skoðanir á þessu leikaravali eins og ávallt þegar slík hetja á í hlut.

Pattinson verður þá næstyngsti leikari til að takast á við þetta hlutverk, en þá langaði í „yngri Bruce Wayne.“

Sá eini sem var yngri, var Christian Bale, en hann var þrítugur þegar hann hóf tökur.

Robert Pattinson hefur leikið í ýmsu en án efa er hann þekktastur fyrir að leika vampíruna Edward Cullen í fimm myndum Twilight, árin 2008-2012.

Til stóð að endurráða Ben Affleck í hlutverkið en hætt var við öll slík áform.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!