Justin Bieber deildi mynd á Instagram síðunni sinni þar sem að hann bar saman söngvarana Chris Brown, Tupac og Michael Jackson og má segja að hann hafi vægast sagt fengið mikla gagnrýni vegna ummælana sem að hann skrifaði undir myndina. Í textanum við myndina sem Bieber birti skrifaði hann um það að fólk vanmæti Chris Brown sem tónlistarmann vegna svokallaðra „mistaka” sem hann gerði. Chris Brown, sem játaði sig sekann árið 2009 þegar hann var ákærður fyrir að beita kærustu sína þáverandi, söngkonuna Rihönnu líkamlegu ofbeldi var einnig handtekinn í París í janúar á þessu ári og þá kærður fyrir fleiri en eina nauðgun. Í síðustu viku gagnrýndi hljómsveitin “Chvrches” DJ Marshmello fyrir að vinna með Chris Brown. “Okkur líkar vel við Mello og við virðum hann sem manneskju en það að vinna með ofbeldismanni og þar með samþykkja hegðun hans er ekki eitthvað sem við getum skrifað undir.” Þessi ummæli gætu mögulega hafa ýtt undir það að Justin Bieber hafi komið Chris Brown til varnar þarna á Instagram síðu sinni og hafa viðbrögð fólks við því verið mjög mismunandi. Í textanum við myndina segir Bieber
„Það er eins og allir vilji bíða eftir að fólk deyji til þess að votta þeim þá virðingu sem þeir eiga skilið. Ég vil bara segja það núna, þegar CB deyr eftir sitt langa og góða líf þá eigið þið eftir að sakna þess hvað þið höfðuð beint fyrir augunum á ykkur allan tímann. Treystið mér. Fólkið sem hefur horft fram hjá hæfileikum þessa manns vegna mistaka sem hann gerði. Þið þurfið aðeins að endurhugsa ykkar viðhorf! Elska þig @chrisbrownofficial“
Þar sem bæði Michael Jackson og Tupac hafa einnig verið sakaðir um líka glæpi og Chris Brown draga aðdáendur Justin Biebers þá ályktun að hann sé að afsaka hegðun allra þessa ofbeldismanna. Margir aðdáendur hans voru því mjög vonsviknir vegna þessara ummæla og skrifuðu athugasemdir við myndina og einn skrifaði: „Mistök? Ertu ekki að grínast í mér? Vá, ég er búinn að missa allt álit á Justin Bieber, það ert þú sem þarft að endurhugsa hluti ef þú heldur að það sem Chris Brown gerði hafi verið “mistök “ en ekki glæpur. Ofbeldi eru ekki mistök og sérstaklega ekki þegar það er ítrekað.“ Nokkrir tónlistarmenn eins og Sean Kingston og Marsmello skrifa einnig undir myndina og hrósa þar Bieber fyrir það sem hann segir.