R. Kelly heldur því fram að námserfiðleikar hans sem gera honum ókleift að geta lesið ætti að vera gild vörn gegn ásökunum gegn honum um kynferðislega misnotkun.
52 ára gamli tónlistarmaðurinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur sem R. Kelly hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi frá fjölmörgum konum og núna halda lögfræðingar hans því fram að lærdómserfiðleikar hans afsaka fjarveru hans í dómsmáli hans við Heather Williams.
Heather Williams hefur sakað R. Kelly um að beita sig kynferðislegt ofbeldi þegar að hún var ekki nema 16 ára gömul og vann hún dóminn í þessari viku en R. Kelly mætti ekki fyrir dóm. Hins vegar segir lögfræðingur hans að hann hafi verið í fangelsi fyrir að borga ekki meðlag sitt fyrir börnin sín á þeim tíma sem að R. Kelly átti að mæta fyrir dóm.
Lögfræðingur hans segir að R. Kelly hafi ekki getað lesið dómskjölin sem hann fékk á þeim tíma sem hann var í fangelsi vegna námserfiðleika sinna og að geta hans til þess að lesa sé orðin svo slæm að hann kunni alls ekki að lesa lengur og að þar sem að hann hafi nú þegar verið í fangelsi fyrir að borga ekki meðlag barnana sinna að þá hafi hann ekki átt að mæta fyrir dóm vegna máls Heathers Williams.