Charlize Theron opnar sig um það hvernig það var þegar dóttir hennar sem fæddist sem strákur varð stelpa. Samkvæmt leikkonunni þá er 7 ára dóttir hennar hennar Jackson alveg jafn mikið stelpa og þriggja ára dóttir hennar August. „Já ég hélt að hún væri strákur líka. Þar til einn daginn horfir hún á mig á mig þegar hún var þriggja ára og sagði „ég er ekki strákur.“
„Og viti menn! Ég á tvær gullfallegar dætur og eins og allir foreldrar þá vil ég vernda þær og sjá þær vaxa og dafna. Þær fæddust nákvæmlega eins og þær eiga að vera og nákvæmlega þar í heiminum sem þær fá að finna út hverjar þær eru og hvað þær vilja vera þegar þær alast upp, það er ekki mitt að ráða. Hlutverk mitt sem foreldri er að vera stolt af þeim eins og þær eru og elska þær og passa að þær hafi aðgang að öllu sem þær þurfa til þess að verða þær sem þær vilja vera.” Hún bætti svo við „Ég ólst upp í landi þar sem að fólk talaði aldrei um svona hluti, móðir mín kenndi mér að þú verður að standa með sjálfri þér og þú verður að vita að þú þarft að tala fyrir sjálfa þig, þegar þetta líf er búið þá veist þú að þú lifðir þínum sannleika og það getur ekkert neikvætt komið út úr því.“
Charlize ólst upp við mjög erfiðar aðstæður í Suður Afríku. hún var kvalin af pabba sínum sem var alkóhólisti og beytti hana og móður hennar líkamlegu ofbeldi. Eitt álagaríkt kvöld, þegar að charlize var 15 ára gömul kom pabbi hennar heim í reiðiskasti, hann kom heim með byssu og hótaði að drepa charlize og móður hennar. Móðir hennar skaut hann í sjálfsvörn til þess að vernda dóttur sína.
Charlize segir um móður sína: Allt sem hún gerði í lífi sínu var til að hugsa um sig og fjölskyldu sína. Þegar hún vaknaði klukkan 6 á hverjum einasta morgni til þess að mjólka kýrnar, þá grét hún ekki yfir því. Hún bara gerði það.“
„Ég var aldrei hrædd við að vera kona. Það var ekki fyrr en ég varð tvítug og fór á vinnumarkaðinn sem ég gerði mér grein fyrir því að konur eru ekki virtar á öllum stöðum í heiminum.”