Bandaríski rapparinn A$AP Rocky, sem hvað þekktastur er fyrir sóðalegt orðalag gaf óvænt út sykursæta ballöðu fyrir skemmstu og slær þannig vopnin úr höndum þeirra sem segja rappara ekki geta sungið; einungis farið offari með fúlmæli og töffaraskap.
A$AP Rocky, sem reyndar er rísandi stjarna í Hip Hop heiminum og þykir með þeim svalari í dag, kafaði djúpt ofan í súrrealíska undirheimamenningu margslunginnnar menningarborgarinnar Tokyo og var myndbandið þannig tekið upp í Kabukicho hverfinu í höfuðborg Japans.
Ballaðan ber nafnið L$D – sem að sögn rapparans merkir Love, Sex, Dreams – Ástir, Kynlíf, Draumar, hversu dramatískt sem það kann að hljóma og verður að finna á breiðskífunni At.Long.Last.A$AP og hér, að því sögðu, fáum við að heyra hvernig morgundagurinn hljómar: