KVENNABLAÐIÐ

Rapparinn Cardi B viðurkennir að hafa „dópað og rænt karlmenn“

Grammy verðlaunahafinn Cardi B hefur hlotið afar mikla gagnrýni vegna myndbands sem hún setti á Instagram Live í dag. Þar játar hún alls konar hluti í mikilli reiði, m.a. að hafa rænt og dópað menn.

Auglýsing

Er talið að hún hafi póstað þessu vegna gagrýni að hún ætti ekki skilið þessa velgengni sem hún hefur notið.

Í málæðinu sem innihélt mikið af blótsyrðum segir hún m.a. að hún hafi verið strippari (sem var vitað). Hún segist hafa boðið mönnum upp á kynlíf: „Ó, viltu ríða mér? Já, já já, förum á þetta hótel. Og ég gaf þeim dóp og rændi þá. Þetta var það sem ég gerði. Ekkert fékk ég gefins.“

Auglýsing

View this post on Instagram

Is it game over for @iamcardib ?

A post shared by 24/7 HipHop News (@real247hiphopnews) on

Myllumerkið #SurvivingCardiB hefur farið á flug, sbr. heimildarmyndina um Surviving R. Kelly. 

Fólk vill helst að henni verði refsað og hún þurfi að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Ef um karlkyns rappara væri að ræða, myndu fólk vera að tala um fangelsisvist.

Cardi B hefur nú lokað Twitter-reikningi sínum.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!