Árið 2018 gekk Karalyn Henry að altarinu og gekk að eiga æskuástina sína, en í stað þess að hefja nýtt líf sem par urðu þau þrenning.
Stuttu eftir brúðkaupið hófu þau samband við brúðarmeyjuna, Lana, sem Karalyn hafði hitt á netinu og höfðu þær verið að tala saman í nokkra mánuði fyrir brúðkaupið.
Karalyn, sem er 22 ára og er frá Ohioríki, Bandaríkjunum, sagði í viðtali við Daily Star Online, að hún áttaði sig á sem táningur að hún væri hlynnt fjölkvæni. Þrátt fyrir að vera trúlofuð ástinni sinni fannst henni eitthvað vanta.
Karalyn var alin upp í kristinni trú og faldi tilfinningar sínar lengi, en að lokum opnaði hún sig við Justin, sem skildi hana vel. Hún sagði: „Ég viðraði áhyggjur mínar við minn – núna – eiginmann og hann sagði rólegur: „Nú, þú getur bara hitt stelpu meðfram okkur. Ég fékk áfall – ég hélt það væri ekki möguleiki að vera svona opinn.“
Við ákváðum að prófa og þetta virkaði svo ofboðslega vel að við erum enn að
Karalyn bætir við: „Ég held ég gæti ekki einkvæni, fjölkvæni virkar svo vel fyrir mig.“
Karalyn og Lana fóru að tala saman, en Lana býr á Norður-Írlandi. Þannig, í fyrsta sinn sem þær hittust var það í brúðkaupinu þeirra og Lana gekk inn kirkjuna sem brúðarmeyja.
Þrátt fyrir að Karalyn og Lana ætluðu bara að hittast í fyrstu, kom fljótt í ljós að öll þrjú höfðu tilfinningar gagnvart hvort öðru. Karalyn útskýrir: „Þegar Lana kom og var viðstödd brúðkaupið vorum við skotnar í hvor annarri og við fórum að hittast. Svo urðum við bara þrenning.“
Lana býr enn á Írlandi en þegar hún kemur í heimsókn eru þau öll þrjú saman og skiptast á að vera í miðju hjónarúmsins, sem er „besti staðurinn í þrenningarsambandi“ segir Karalyn.
„Þegar Lana kemur til baka gerum við áætlanir um að fara á stefnumót, saman og í sitthvoru lagi. Að sjá félagana mína saman, þau haldast í hendur og knúsast – það er bara æðislegt og ég er svo ánægð að sjá þau svona hamingjusöm!“
Karalyn segir að þau mæti vissulega fordómum vegna þess hvernig þau kjósa að lifa lífinu, sumir segja þetta vera „framhjáhald.“ Þau láta það sem vind um eyrun þjóta, því þau hafa fullan stuðning fjölskyldna sinna.
„Ég þurfti langan tíma til að segja frá fjölkvænissambandinu áður en mér leið vel með það, en allir tóku þessu vel. Sérstaklega mamma! Þegar ég opnaði mig og útskýrði fyrir henni sá hún hversu hamingjusöm ég var og glöð að elska bæði Justin og Lönu, þannig hún hafði ekkert á móti þessu.“