KVENNABLAÐIÐ

Börn fædd í janúar eða febrúar eru líklegust til að verða auðug í framtíðinni

Það er ekki mjög spennandi stundum að eiga afmæli í janúar eða febrúar – allir eru með „þynnku“ eftir jólin og svo er oftast kalt og dimmt úti. Samkvæmt einni rannsókn þó er fólk sem fætt er í þessum mánuðum, nánar tiltekið frá 20. janúar til 18. febrúar líklegast til að verða frægt og ríkt.

Auglýsing

 Journal of Social Sciences framkvæmdi þessa rannsókn og sýnir hún að fólk sem fætt er í vatnsberamerkinu nýtur oftar meiri velgengni en aðrir. Forstjórar fyrirtækja eru afar margir fæddir einmitt á þessum tíma.

Rannsakendur tóku mið af allskonar fólki á mismunandi stöðum í lífinu, s.s. stjórnmálamenn, vísindamenn, rithöfundar, íþróttafólk, söngvarar, leikarar og fleira frægt fólk í gegnum tíðina. Fyrst voru skoðaðir 100 einstaklingar, svo 200 og þar næst 300 og kom í ljós að vatnsberinn er það stjörnumerki sem flestir frægir eru fæddir í.

Auglýsing

Vatnsberar eru haldnir góðum eiginleikum s.s. þeir eru orkumiklir, hafa mikið ímyndunarafl og eru sjálfstæðir þannig það er ekki skrýtið að slíkir eiginleikar landi oft miklum frama.

Jennifer Aniston, Oprah Winfrey og Cristiano Ronaldo eru öll fædd á þessum tíma.

Þetta er ekki eina rannsóknin sem sýnir að börn fædd í janúar og febrúar landi oft draumastörfunum. Aðrar rannsóknir hafa t.d. sýnt að fólk fætt á vetrarmánuðum eigi auðveldara með að læra og fái hærri einkunnir. Einnig er gaman að vita að fólk fætt í janúar er líklegast til að vera læknar! Fólk fætt í febrúar er líklegra til að vera listamenn.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!