KVENNABLAÐIÐ

Falleg ástarsaga: Fatlaður maður og ófötluð kona eru yfir sig ástfangin og vilja breyta hugsunarhætti fólks

Shane Burcaw (26) er með taugahrörnunarsjúkdóm og kærastan hans Hannah Aylward (25) er alheilbrigð. Þau vilja sýna heiminum að ást þeirra er ekki óvenjuleg og eru með YouTube rás þar sem þau deila lífi sínu með fólki.

Auglýsing

Fólk heldur oft að Hannah sé móðir hans eða umönnunaraðili, en hún er ástin í lífi Shanes. Vilja þau fjarlægja þann stimpil að fatlað fólk geti ekki fundið ástina en það getur verið eitthvað sem fatlaðir kunna að upplifa.

Þau vilja fræða fólk og sýna öllum að þau eigi í fullkomlega heilbrigðu sambandi þrátt fyrir erfiðleika. Þau hafa jafnvel rætt barneignir en Hannah er að klára nám og vilja þau stofna fjölskyldu.

„Markmið okkar er að normalísera fötlun og sambönd eins og okkar,” segir Shane, en parið býr í Pennsylvaniuríki, Bandaríkjunum.

„Þegar ég og Hannah erum einhversstaðar úti telja ókunnugir að við séum systkini, hún sé umönnunaraðili eða, það sem verra er, mamma mín.”

 

Auglýsing

 

Telur Shane ýmislegt varðandi fötlun vefjast fyrir fólki – s.s. sú furðulega hugmynd að fatlaðir séu óverðugir eða óhæfir um að vera í rómantískum samböndum, segir hann í viðtali við Daily Mail.

Shane fæddist með taugahrörnunarsjúkdóminn Spinal Muscular Atrophy (SMA) og hefur verið í hjólastól frá tveggja ára aldri.

Fyrir þremur árum síðan sá Hannah heimildarmynd um Shane og ákvað að hafa samband við hann. Shane skrifar bækur og hrósaði hún honum fyrir húmorinn í bókunum. Shane játar að honum fannst Hannah sæt. Þegar Hannah skrifaði Shane minntist hún aldrei á fötlun hans og hann vissi strax að hann vildi kynnast henni.

Sambandið þróaðist í sms-um og á Skype og Hannah, sem er í háskóla í Minnesota fór loks að heimsækja Shane í Pennsylvaniu.

Í þá fjóra daga sem þau voru saman kynntust þau betur og ástin blómstraði. Þau vissu bæði að þau vildu láta sambandið ganga, þrátt fyrir að búa í sitthvoru ríkinu. Þau fluttu svo inn saman í Minnesota árið 2018. Þegar þau hófu að búa, fóru þau að búa til myndbönd til að deila öllu með heiminum.

YouTube rásin þeirra heitir Squirmy and Grubs, og þau nota hana til að eyða fordómum og fyrirframgefnum hugmyndum sem fólk kann að hafa milli fatlaðs manns og ófatlaðrar konu.

Þau grínast mikið og hlæja og eru alveg eins og hvert annað ástfangið par.

Rásin, sem stofnuð var fyrir hálfu ári, hefur 230.000 áskrifendur.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!