KVENNABLAÐIÐ

Hvernig þú heldur á símanum segir meira um þig en þú vissir!

Hvernig heldur þú á símanum…akkúrat núna? Taktu eftir og sjáðu hér fyrir neðan hvað það þýðir um þig!

hold

Nr. 1 – Að halda á símanum með annari hendi og nota þumalinn til að skrolla og skrifa

hold1

Ef þú notar bara aðra höndina til að halda á og nota símann og notar þumallinn til að smella á og skrolla upp og niður skjáinn, telst þú vera værukær einstaklingur. Þú horfir alltaf á björtu hliðarnar á lífinu. Þú hefur ekki miklar áhyggjur af vandamálum því þú tekur öllu með jafnaðargeði.

Þú hefur sjálfstraust og veist hvað þú getur. Trú þín á þig sjálfa/n er mikil og þú ert metnaðargjarn einstaklingur sem ert til í að ýta þér eins langt og þarf til að sjá hvað þú getur. Þetta þýðir einnig að þú tekur oft áhættur en færð oftar en ekki verðlaun fyrir því þú veist hvenær rétt er að taka sénsinn og stendur oftast uppi með pálmann í höndunum.

Auglýsing

Þrátt fyrir það áttu erfitt með að taka áhættur þegar kemur að samböndum við annað fólk. Þar viltu fara varlega. Þú flýtir þér ekki að skuldbinda þig og ef þú átt í rómantísku sambandi tekurðu lengri tíma frekar en styttri áður en þú ákveður þig. Elskhuganum kann að finnast þú ekki hafa áhuga en ef hann ávinnur sér traust þitt ertu „all in.“

Nr. 2 – Að halda á símanum með báðum höndum en notar þumalinn til að skrolla og smella

hold2

Ef þú notar báðar hendur ertu að nota aðra til stuðnings og hina til að vafra um skjáinn ertu vitur og raunsær einstaklingur. Þú vilt frekar taka því rólega og örugglega en að tapa öllu í augnabliksbrjálæði. Þú hefur dásamlega nákvæmt og öflugt innsæi. Það er erfitt að svíkja þig því þú ert alltaf á varðbergi og ert viðkvæmur fyrir hugsunum og gjörðum annarra. Þú átt auðvelt með að sjá í gegnum fólk. Þú notar samt hæfileika þína til góðs í þeim efnum, þú sýnir samúð frekar en dæmir eða stjórnar.

Auglýsing

Þegar að samböndum kemur áttu auðvelt með að taka ákvarðanir – er manneskjan sem þú ert að hitta þess virði? Þegar þú verður hrifin/n sýnir þú öll spilin, jafnvel þrátt fyrir að hinn einstaklingurinn vilji fara hægar í sakirnar. Þú leggur mikið á þig til að kynnast manneskjunni betur, en af því þú átt til að vera hvatvís kann það að byrgja þér sýn og stundum endarðu með einhverjum/einhverri sem á ást þína ekki skilið.

Nr 3 – Að nota báðar hendur til að halda á símanum og vafra

hold3

Ef þú notar báðar hendur og notar báða þumla ertu manneskja sem gerir hlutina hratt og örugglega. Heili þinn er jafn fimur og fingurnir og þú getur greint vandann og leyst hann á undraskömmum tíma!

Þú getur aðlagað þig að flestu sem fyrir þig kemur. Þú ert lífið í partýinu, alvarleg/ur í vitsmunalegum samræðum og átt mjög auðvelt með að eiga í samskiptum við börn. Greind þín er óumdeilanleg og þú átt ótrúlega marga snilldarhæfileika.

Ef þú verður ástfangin/n er þó einn galli: Þú leysir þann „vanda“ ekki á sama hátt og annan. Þú ert stundum klaufaleg/ur í samskiptum við aðila sem heillar þig og átt til að missa þig. Þú ert stundum lengi að læra hvernig koma á ástinni til skila. Þegar þú gerir það áttu í mjög innihaldsríkum og djúpum samböndum.

Nr. 4 – þú heldur á símanum í annarri hendi og skrollar og skrifar með vísifingri.

hold4

Ef þú heldur á símanum í annarri og notar vísifingur ertu mjög skapandi einstaklingur með öflugt ímyndunarafl. Þú átt til að koma fyrir sem pínu sérstakur og fyndinn einstaklingur en þú ert í raun samt úthugsaður í öllu sem þú gerir. Fólk á því til að misreikna þig. Þrátt fyrir að þú sért einstaklega skemmtilegur og spennandi persónuleiki að kynnast og umgangast áttu til að fjarlægja þig frá fólki og vera einsamall – allt til að hlaða batteríin.

Auglýsing

Þú ert feimin/n þegar kemur að samböndum og þorir eiginlega aldrei að taka fyrsta skrefið eða þá svara einhverjum sem hefur áhuga á þér. Margir taka því sem svo að þú hafir ekki áhuga en þeir sem komast inn fyrir skelina og draga þig út, svo að segja, verða steinhissa á hversu frábær þú ert!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!