Taylor Swift kom, sá og sigraði á Billboard verðlaunaafhendingunni sem fram fór í gærkvöldi í Las Vegas. Taylor, sem tilnefnd var til verðlauna í einum fjórtán efnisflokkum fór heim með átta verðlaun, en hún var m.a. kosin Besti listamaðurinn og Besta söngkonan og þykir vel að viðurkenningunni komin.
Margumrætt myndband við nýtt lag Taylor, Bad Blood, var loks frumsýnd á Billboard hátíðinni í gærkvöldi en kynning þess hefur tröllriðið netinu að undanförnu og þannig sló Taylor eignarhaldi á broskall gegnum Twitter í bókstaflegri merkingu; í hvert sinn sem notendur merkja tíst sín #badblood á Twitter núorðið, birtist nú plástur með sprengju við tístið. Sem Taylor á og hefur einkaleyfi á, en enginn annar getur notað broskallinn nema unga söngkonan sem trónir á toppi bandaríska tónlistarheimsins í augnablikinu.
Þá hlaut Sam Smith verðlaun sem Besti Nýliðinn og Besti Söngvarinn en einnig hlaut Sam verðlaun sem Vinsælasta Útvarpsstjarnan.
Engum þarf að koma á óvart að Justin Bieber hafi verið valinn sem Vinsælasti Söngvarinn á Samskiptamiðlum, en Iggy Azalea hreppti hins vegar bikarinn fyrir Mest Spilaða Tónlistarmann á Netinu (Most Streaming Artist) og hlaut einnig verðlaun sem Besti Rapparinn. Iggy sló þannig sjálfri Nicki Minaj ref fyrir rass, sem einnig var tilnefnd í báðum efnisflokkum en Nicki gaf nýverið út breiðskífuna Pinkprint og er á tónleikaferðalagi sem stendur.
Heildarlista yfir útnefningar og verðlaunahafa má lesa á vef Billboard en hér má sjá nýútkomið myndband Taylor Swift við lag hennar Bad Blood, en Sykur tók á málinu fyrr í vikunni og sýndi meðal annars veigamiklar stiklur sem kynntu lagið áður en að frumsýningu kom í gærkvöldi: