KVENNABLAÐIÐ

Ariana Grande er í sálfræðimeðferð eftir andlát fyrrverandi kærasta

Söngdívan Ariana Grande er ekki að jafna sig eftir dauða kærasta síns, Mac Miller, til tveggja ára. Eins og kunnugt er lést hann af ofneyslu eiturlyfja í septembermánuði og var aðeins 26 ára gamall.

Auglýsing

Ariana sem ætlar að giftast unnusta sínum Pete Davidson von bráðar, hefur nú skráð sig í sálfræðimeðferð þar sem hún telur sig „of slegna“ til að halda áfram.

Auglýsing

„Ariana tekur dauða Macs mjög inn á sig. Mamma hennar er hjá henni þessa dagana,“ segir nafnlaus heimildarmaður við Life&Style. „Hún er í meðferð.“

Hún hefur þó ekki setið auðum höndum heldur hefur verið í reglulegu sambandi við foreldra Macs og vini: „Hún er að gera allt sem hún getur til að heiðra minningu hans.“

Fyrr í vikunni sleppti Ariana Emmy verðlaunahátíðinni þrátt fyrir að unnustinn hefði unnið til verðlauna. Pete mætti ekki heldur til að sýna samstöðu: „Ariana þarf að taka tíma fyrir sjálfa sig til að jafna sig. Hún vill vera mest heima við og vera með ástvinum og vinna að tónlist án þess að þurfa að skila. Hún þakkar aðdáendum stuðninginn.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!