Margar konur hafa lent í þessu: Maður sendir mynd af typpinu á sér sem þú baðst ekki um og vildir svo sannarlega ekki sjá. Af einhverri ástæðu eru menn þarna úti sem telja það ásættanlegt að gera þetta við grunlausar konur – en það er það að sjálfsögðu ekki.
Hvernig þú bregst við skiptir öllu – svo lengi sem þú eyðir henni ekki á sömu sekúndu og reynir að gleyma því að þetta hafi gerst. Sem betur fer er ein kona að nafni Ginger Banks sem hefur frábært ráð gegn svona óumbeðnum typpamyndum…og konur á samfélagsmiðlum hafa fagnað þessari aðferð.
Ginger, sem er frá Arizonaríki í Bandaríkjunum, tvítaði samræðum við mann sem hafði sent henni óumbeðna typpamynd.
Hún hugsaði hratt: „Varstu að senda mér mynd af barnatyppi?“
Maðurinn, sem greinilega brá segir: „WTF nei, hvað er að þér?“
Ginger hætti ekki þarna. Hún sagði að hún myndi „reporta“ hann fyrir að senda myndina og sendi mynd af formi CyberTipline vefsíðunni til að tilkynna barnaklám.
Hún ætlaði að sjálfsögðu ekki að ýta á „send“ en þetta var nóg til að hræða manninn upp úr skónum og hefur hann sennilega ekki sent henni fleiri óumbeðnar myndir af typpinu sínu í fullri reisn.
Pósturinn fór á flug á netinu þar sem um 30.000 hafa deilt honum og 115.000 hafa líkað við hann. Fleiri hafa sagt sögu af því hvernig þeir eiga við slíkt, m.a. þessi sem póstaði mynd af einhverju pylsuskurðartæki, sem sennilega skýtur mönnum skelk í bringu.