KVENNABLAÐIÐ

Veldi Demi Lovato hrynur til grunna eftir fallið

Eins og Sykur hefur greint frá féll söngkonan Demi Lovato á dögunum eftir áralangt bindindi. Vefsíðu hennar var lokað tímabundið og hún hefur einangrað sig mjög og hætt að hafa samband við fjölskyldu og vini í bata.

Nokkrum vikum eftir að hafa játað að hafa hafið neyslu áfengis og fíkniefna á ný, rak Demi teymi sitt sem sá um vefsíðuna og lokaði síðunni. Hún er þó aftur komin í loftið í dag.

Auglýsing

„Demi líður ekki vel,“ segir vinur stjörnunnar í viðtali við Radar. „Hún hefur lokað á marga vini sína og rak umboðsmanninn sinn. Einnig hefur hún slitið öll tengsl við fyrrverandi meðferðarheimili sem hún studdi. Hún er einnig búin að reka fólk sem hefur unnið fyrir hana lengi.“

Auglýsing

Demi er nýbúin með tónleikaferðalag sitt, Lovato, en hún ferðaðist um allan heim. Fallið er hátt þar sem hún var fyrirmynd milljóna aðdáenda sem áttu í erfiðleikum með fíknivanda. Nú er hún að kynna nýju smáskófuna sína, „Sober“ þar sem hún viðurkennir fallið.

„Hún er að græða á fallinu,“ segir vinurinn. „En það er skelfileg mótsögn, því hún hefur enga áætlun hvernig hún ætli að verða edrú aftur.“

Vinir hennar hafa hvatt hana til að fara í meðferð, en hún hefur ekki hug á því sem stendur. Textinn við lagið „Sober“ segir allt sem segja þarf.

Talsmaður Lovato hefur ekki gefið út neina yfirlýsingu vegna málsins.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!