KVENNABLAÐIÐ

Predikari biður söfnuðinn að kaupa handa sér þriðju einkaþotuna, því guð sagði honum að gera það

Jesse Duplantis, einn vinsælasti predikari í Bandaríkjunum hefur nú augastað á einkaþotu af Dassault Falcon gerð, 7X. Kostar hún litlar 54 milljónir dala (5,6 milljarðar ISK) og vill hann að fylgjendur hans og sanntrúaðir hjálpi honum að borga fyrir hana.

Auglýsing

Jessu Duplantis rekur kirkjur og ráðuneyti í Louisiana, rétt utan við New Orleans, á nú  þegar einkaþotu og yrði þessi því sú þriðja. Trúir og tryggir stuðningsmenn hans í kirkjunni hafa greitt hinar tvær með frjálsum framlögum en nú leitar hann á náðir þeirra á ný. Hann vill kaupa sér þriggja véla þotu af gerðinni Dassault Falcon 7X sem myndi gera honum kleift að „fljúga út um allan heim í einni ferð,“ til að ná til fleiri fylgjenda um heiminn og minnka eldsneytiskostnað, en hann á nú þegar sína eigin bensínuppsprettu.

Auglýsing

„Ég vil þið trúið á mig eignast Falcon 7X,” sagði hinn 68 ára predikari í myndbandi ætluðu söfnuði sínum. „Nú, sumir telja að predikarar eigi ekki að eiga einkaþotur. Ég trúi hinsvegar því að predikarar eigi að fara út um allt, ná eyrum sem flestra, heyra guðspjallið predikað um alla veröldina.“

Svo heldur hann áfram og segir hvernig söfnuðurinn hafi hjálpað honum í hin skiptin og hann gæti svosem notað núverandi þotu sem hann keyti árið 2006 en svo útskýrir hann að akkúrat þessi þota geti hjálpað guðsorðinu að vera dreift á áhrifaríkari hátt, með því að fara á fjarlæga staði og þurfa ekki að taka bensín.

Í myndbandinu segir Jesse að guð hafi sagt honum að „trúa á að þú fáir Falcon 7X,“ og þegar hann spurði hvernig hann ætti að greiða fyrir hana mundi hann hvað guð sagði honum árið 1978: „Jesse, ég bað þig ekki að borga fyrir hana, ég bað þig um að trúa á að þú fengir hana.“ Þannig nú biður hann fylgismenn sína að „biðja fyrir hlutdeild í þessu“ sem svosem þýðir ekkert annað en að gefa peninga til kirkjunnar.

Svo endaði hann á einstaklega sannfærandi hátt: „Ég raunverulega trúi því ef Jesús Kristur væri á jörðinni í dag myndi hann ekki ferðast um á asna. Hann væri í flugvél að ferðast um víða veröld!“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!