Þú ættir ekki að borða meira en 10 % af daglegum hitaeiningum kolvetna í formi sykurs. Um það fjallar einmitt grúppan 182 dagar um að miklu leyti.
En hvernig eigum við að gera það? Góður dagur hjá sumum gæti litið svona út:
Miðum við manneskju sem á að borða 2000 he á dag. Sykurprósentan í sykri er í sviga fyrir aftan.
Munið, talan í sviganum má fara í 200 eða 10% af 2000 he.
Morgunmatur:
Special K og glas af appelsínsafa frá Trópí 200 ml ( = 86 hitaeiningar )
Millimál: 1 x banani ( = 100 )
Hádegi: 1x lítil vanilluskyrdós (180 gr) frá KEA: ( = 174 hitaeiningar)
Millimál: 1x Hleðsla (= 234 hitaeiningar… hér ertu sprungin/n og kominn verulega yfir.
Þarna sérðu að þó þú teljir þig vera að gera allt rétt, þá er sykurmagnið of mikið. Skoðum þessar staðreyndir:
Special K er hlaðið sykri.
Trópi er hlaðið sykri, nei ekki ávaxtasykri, sykri úr þykkni.
Banani er yfirleitt um 100 he , þar af er 12% sykur.
12 % skiptast í 48% glúkósa og 40% súkrósa og restin í annað.
Banani er ekki óhollur samt.
Í þessari breytu eru Special K, Trópí og vanilluskyrið vörurnar sem draga okkur í of hátt hlutfall sykurs, allt of snemma dags.
SAMA Í HVAÐA FORMI SYKURINN KEMUR þá ertu komin/n yfir.
Samt teljum við okkur vera að gera góðan dag….og dagurinn rétt farinn af stað.
Þess vegna segi ég, að yfirleitt þá erum við milli 20% og 30% sykurs í formi kolvetna á degi hverjum en við ættum að vera 10%.
Þú stendur í stað ef þú ætlar að létta þig eða þú þyngist smám saman á 20 – 30% ef þú ert ekkert að hreyfa þig.
182 dagar: Við ætlum að finna saman vörurnar sem eru meinvaldar, með að læra að lesa aftaná innihald vöru og þá einbeita okkur að sykurmagni í vöru.
Við ætlum að hengja vörur sem innihalda of mikinn sykur og birta þær á veggnum okkar.
Við ætlum að dásama vörur sem innihalda lítinn eða eðlilegt magn af sykri.
Við gerum þetta með myndbirtingum á síðunni okkar.
Hvernig lesum við svo aftan á umbúðir?
Tökum þetta sem dæmi!
Heimilisvinurinn Trópí:
Þeir auglýsa með stórum stöfum “100% hreinn appelsínusafi.“ (Það auglýsa þeir vegna þess að þetta er 100% appelsínusafi, en hann er ekki blandaður með öðrum ávöxtum. Þú – neytandinn- heldur að þetta sé unnið 100% úr hreinum appelsínum.)
Þarna er gróflega brotið á þér með villandi skilaboðum sem þú átt ekki að skilja.
Staðreyndin er þessi:
Trópí er unninn úr þykkni (stendur neðst á flöskunni…„úr þykkni”. En stafirnir eru hafðir svo litlir að þú sérð þá ekki…)
Hér er eitthvað sem allir vita:
Coca Cola er unnið úr þykkni.
Sykurþykkni eins og Trópí.
Skoðið nú aftan á Trópí, þar af sykurtegundir = 8,7 gr í hverjum 100gr.
Hvert gramm af sykri er 4 hitaeiningar.
Coca Cola inniheldur 10.6 gr af sykri í hverjum 100 gr.
Þarna munar nánast engu.
En munurinn er þessi:
Coca Cola er ekki að reyna að plata þig með villandi skilaboðum í auglýsingum sínum að Kók sé hollur drykkur.
Við vitum það, en Trópi er að reyna að plata þig með röngum skilaboðum.
Tekið af netinu:
Trópí Appelsínu án aldinkjöts. Innihald: 100% hreinn appelsínusafi úr þykkni. Næringagildi í 100 ml: Orka 178kJ/42kcal, Prótein 0,7 g, Kolvetni 8,7 g, þar af sykur 8,7 g, Fita 0 g, þar af mettuð fita 0 g, Trefjar 0 g, Natríum 0 g.
Hvað ef þú drekkur 300 ml af trópí? 8.7 x 3 (300 ml) x 4 (hitaeiningar sem er hvert gramm af sykri) = 104.4 hitaeiningar í formi sykurs. Úr einu litlu glasi af Trópí eða helmingur sykurs miðað við einstakling sem skal borða 2000 hitaeiningar á dag. Tveir stórir sopar.
Það er drykkur sem heitir Tango og er gosdrykkur sem er „hollari” en Trópi. Þar munar hátt í 3 gr af sykri á þeim í hverjum 100gr.
Tango er ekki að plata þig með villandi auglýsingaherferð um að þeir séu hollir.
Ertu að skilja hvað ég er að fara?
Tökum fyrir vanilluskyr frá KEA næst.
…þar af sykurtegundir í hverjum 100gr = 12 gr (munið að Coca Cola innihélt 10.6 grömm af sykri í hverjum 100. Vanilluskyrið frá KEA inniheldur meira en það…eða 12 grömm)
180 gr dós (lítil) = 12 x 180: 21.6 (gr af sykri) x 4 (hitaeiningar í hverju grammi af sykri) = 21.6 x 4 = 86.4 hitaeiningar í formi sykurs. Í lítilli dós af skyrinu.
Staðreynd:
Sé litið einungis til sykursins, gætir þú drukkið kók í stað vanilluskyrsins frá KEA og sparað þér hitaeiningar í formi sykurs alla daga.
Þá er ég aðeins að taka sykurinn fyrir hér.
500 gr dós ( stór) = 12 x 500: 60 x 4 he á gramm = 60 x 4 = 240 hitaeiningar í formi sykurs( sem er 40 he umfram daglegs hlutfalls í einni dós)
Þetta eru rándýrar sykurhitaeiningar.
Æfðu þig og gerðu like hér undir ef þú ert að skilja þetta.
Bkv,
Ásgeir Ólafs