KVENNABLAÐIÐ

Fyrrverandi kærasti Rihönnu, Chris Brown, kærður fyrir kynferðislega og líkamlega árás

Kona, búsett í Los Angeles, hefur lagt kæru fram gegn rapparanum Chris Brown fyrir að hafa ráðist á hana og beitt hana kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi. Hélt hann henni á heimili sínu og nauðgaði ítrekað og hélt henni í gíslingu.  Réttargögn sýna að „Jane Doe“ hefur ákært Chris Bown (og vin hans Lowell Grissom Jr) fyrir öll ofantöld atriði.

 

Lowell Grissom, vinur Chris Brown
Lowell Grissom, vinur Chris Brown

Samkvæmt réttarskjölum er Jane Doe að kæra gerandann fyrir árás sem átti sér stað þann 23. febrúar 2017 til morguns þann 24. febrúar. Heldur konan því fram að hún og herbergisfélagi hennar hafi farið á næturklúbbinn 1 Oak og voru „lokkaðar til heimilis Chris og þeim haldið í gíslingu á heimili hans meðan þeim var nauðgað ítrekað.“

Auglýsing

Þar kemur einnig fram að hryllingurinn hófst þegar Chris bauð þeim „endalaust magn eiturlyfja og/eða áfengis, s.s. kókaíns, Molly, kannabis til gesta sinna. Er sagt að Chris hafi gefið öllum kvenkyns gestunum „pillu með hvítu dufti“ og sagði þeim að „skemmta sér.“

Fórnarlambið sem varið er af hinni frægu Gloria Allred segist hafa neitað að taka inn eiturlyf. Chris sagðist þá hafa „fullt af vopnum í húsinu.“ Kærandi sagði að móðir hennar hefði haft áhyggjur af henni og séð í símanum hvar hún var staðsett. Lögreglan mætti á svæðið en söngvarinn neitaði að opna hliðið og neitaði lögreglu inngöngu.

Chris Brown við réttarhöldin
Chris Brown við réttarhöldin

Jane Doe segir að þá hafi Brown og vinir hans hent konunum inn í svefnherbergi hans og skipað þeim að afklæðast og „vera með“ þeim. Í herberginu var verið að sýna klámmyndir á veggnum. Fórnarlambið neitaði að taka þátt í kynferðislegum athöfnum og var henni því hent upp við vegg og „hert að hálsi hennar á meðan hún var neydd til að framkvæma munnmök á vini Chris.“ Var henni svo ýtt á rúmið og önnur kona settist á andlit hennar.“

Auglýsing

Var hún því beitt kynferðislegu ofbeldi af tveimur í einu og var neydd til að framkvæma munnmök á konu sem hafði á klæðum. Vinur Chris misnotaði hinn helming líkama hennar á meðan. Var hún í áfalli, skiljanlega og þegar hún fór á baðherbergið var andlit hennar allt í blóði (tíðablóði úr konunni). Þegar hún ætlaði í sturtu að þrífa sig kom vinur Chris, „þrýsti henni í rúm og nauðgaði henni.“

 

Chris Brown, ofbeldisseggur
Chris Brown, ofbeldisseggur

Hún náði loks að hringja úr farsímanum sínum og hringdi á leigubíl. Á meðan hún beið var henni nauðgað aftur af „vininum“ enn einu sinni og þá upp við þvottavél í húsinu.

Hefur fórnarlambið leitað sér áfallahjálpar eftir þessa hryllilegu líkamsárás. Chris Brown er þekktur fyrir ofbeldi gagnvart konum og árið 2009 var hann fundinn sekur um að berja sína fyrrverandi, söngkonuna Rihönnu, árið 2009.

Hefur hann einnig fengið ákæru á sig fyrir að hóta konu með byssu á heimili sínu í Los Angeles árið 2016.