Eggjaskurn gæti bætt heilsu þína svo um munaði. Sértu vön/vanur að henda skurninni gæti þessi grein breytt því.
Fæstir leiða hugann að því að eggjaskurn er úr 90% samskonar kalki og það sem bein okkar og tennur eru gerð úr. Þess vegna á líkami okkar mjög auðvelt með að nýta kalk úr eggjaskurn. Eggjaskurn er líka rík af járni, zinci, kopar, fosfór, krómi og fleiri steinefnum.
Eggjaskurn getur bætt heilsu okkar með kalkinu sem styrkir beinin og auðveldar framleiðslu á blóðkornum. Kalkið getur líka hindrað beinþynningu, lækkað kólesteról og blóðþrýsting.
Taktu skurn af 5 eggjum og malaðu í duft og blandaðu við 3 lítra af vatni. Láttu blönduna bíða í viku í ísskápnum. Hægt er að nota sítrónusafa til að bragðbæta. Drekktu 2-3 glös á dag.
Þessi blanda er líka góð fyrir meltinguna og skjaldkirtilinn.
Eggjaskurn er einfaldlega frábær lausn fyrir alla þá sem vantar meira kalk.
p.s. svo má nota eggjaskurn til að rækta smá græðlinga eða þykkblöðunga…er eitthvað sætara? 😉
Heimildir:
Livestrong
Raw And Natural Health
Mamma Natural