Ásakanir á hendur Harvey Weinstein hrannast upp, en um hann var fjallað í The New York Times þar sem rannsóknarblaðamenn tóku viðtöl við fjöldamargar leikkonur í bransanum. Þar á meðal voru leikkonan Ashley Judd sem sagði frá áreitni hans og árásum frá mörgum konum, þrjá áratugi aftur í tímann. Harvey gaf út afsökunarbeiðni og hótaði svo að lögsækja The Times fyrir 50 milljónir dala í framhaldi. Þarna var hann rekinn frá The Weinstein fyrirtækinu.
Næsta bomba kom frá Ronan Farrow og The New Yorker, þar sem þrjár konur komu fram og ásökuðu Harvey fyrir að hafa nauðgað þeim og fleiri komu fram í kjölfarið vegna kynferðislegrar áreitni. Lögfræðingur hans bar að viðskiptavinur hans væri saklaus, að sjálfsögðu.
Harvey, sem er einn stofnanda kvikmyndasamsteypunnar Miramax, á valdamikla vini í Hollywood, en margir hafa snúist gegn honum og fordæmt hann. Leikkonurnar Angelina Jolie og Gwyneth Paltrow hafa báðar stigið fram og sagt að framkoma hans væri alþekkt, en hefði átt að „halda leyndu.“
Þann 5. október síðastliðinn birtist greinin í The New York Times: „Harvey Weinstein Paid Off Sexual Harassment Accusers for Decades,“ eða að Harvey hafi borgað þeim sem ásökuðu um hann um kynferðisbrot fyrir að þegja í áratugi. Viðtölin voru við konur sem starfa eða höfðu starfað með honum og upplýsingar sem finna mátti í tölvupóstum, lagaskjölum og öðrum skjölum.
Ashley Judd og önnur kona segja að hann hafi borgað að minnsta kosti átta konum fyrir að þegja. Leikkonan Rose McGowan, sem nú er ein helsta rödd í að koma Weinstein á kné, er ein þeirra kvenna, en hún fékk 100.000$ fyrir að þegja yfir ógeðfelldri hegðun hans.
Weinstein sagði í kjölfarið á þessari frétt: Ég varð fullorðinn á sjöunda og áttunda áratugnum þegar reglur um hegðun og vinnustaði voru öðruvísi. Þetta var allt önnur menning þá. Ég hef lært nú að það er ekki afsökun, hvort sem er á skrifstofunni eða utan hennar. Ég áttaði mig á fyrir einhverjum tíma síðan að ég þyrfti að verða betri manneskja og koma betur fram við fólkið sem ég starfa með. Ég skil að leiðir mínar áður við samskipti við kollega mína hafa valdið þeim sársauka og ég biðst innilegrar afsökunar á þeim. Þrátt fyrir að ég sé að reyna að gera betur veit ég að ég á langt í land. Það er þó mín skuldbinding.“
Segist hann ætla að halda áfram í rétta átt: Ferðalagið mitt núna snýst um að læra meira um sjálfan mig og sigra djöflana. Ég hef beðið Lisu Bloom að verða minn lærifaðir og hún hefur búið til teymi í kringum mig. Ég ætla að taka mér frí frá fyrirtækinu og eiga við þetta vandamál. Ég ber virðingu fyrir öllum konum og sé eftir því sem hefur gert. Ég vona að gjörðir mínir tali hærra en orðin og einn daginn geti ég öðlast traust þeirra til að setjast saman með Lisu til að læra meira.“
Segir Harvey Weinstein í tveimur viðtölum, við The New York Post og The Daily Mail að hann „styðji“ Ashley Judd og segir að kona hans, Georgina Chapman og öll fjölskyldan standi með honum í gegnum þetta mál.
Lisa Bloom hefur nú sagt starfi sínu lausu. Harvey hefur verið rekinn frá The Weinstein Company. Árið 2004 ákvað stofnandi The Wrap, Sharon Waxman að birta sögu af Weinstein en fékk símtöl frá leikurunum Matt Damon og Russel Crowe.
Þann 9. október síðastliðinn komu enn fleiri stjörnur fram og fordæmdu hann. George Clooney sagði hegðun hans „óafsakanlega“ og Jennifer Lawrence kallaði hann „afar truflaðan.“ Ben Affleck segir að hann sé „leiður og reiður“ yfir því hvernig Weinstein misnotaði vald sitt.
Gwyneth segir að Harvey hafi snert hana þegar hún var 22 ára á Peninsula Beverly Hills hótelinu og Angelina Jolie segist hafa lent í „slæmri reynslu“ með þessum manni á tíunda áratugnum og ákvað að vinna aldrei með honum aftur.
Talskona Harvey Weinstein, Sallie Hofmeister, gaf síðan út yfirlýsingu þess efnis að Harvey neitaði öllum ásökunum og hann hefði alltaf fengið samþykki fyrir öllum þessum viðreynslum. Nú sé hann í fríi til að einbeita sér að fjölskydlunni, fá ráðgjöf og endurbyggja líf sitt.
Heimild: EOnline