Ung rússnesk móðir mun hugsanlega verða dæmd í 10 ára fangelsi verði hún fundin sek um að hafa skilið níu mánaða gamlan son sinn eftir einan í heila viku meðan hún skemmti sér með vinum sínum.
Viktoria Kuznetsova, 17 ára, beið eftir að eiginmaður sinn væri kallaður í herinn. Um leið og hann fékk kallið skildi hún litla drenginn, Egor, eftir aleinan á heimili þeirra í Rostov í Rússlandi. Eftir heila viku fór nágrannana að gruna eitthvað misjafnt og kölluðu á lögreglu. Lögreglan fann líkið af drengnum á gólfinu og handtóku móðurina strax í kjölfarið.
Hafði Viktoria skilið hann eftir og svalt hann til bana á meðan hún dvaldist hjá vinum sínum. Hafði hún póstað á Facebook degi eftir að hún skildi barnið eftir og sagði að „allt væri í lagi“ og sagðist hún vera að „hanga með Nastya“ og hefði litað hárið á sér svart.
Sagði móðirin vinum sínum að barnið væri í pössun hjá frænku sinni. Þegar móðirin var handtekin játaði hún fyrir lögreglu að hún vildi ekki hugsa um barnið. Þegar Egor litli var aðeins mánaðargamall hafði hún sett hann á munaðarleysingjahæli en hafði stofnunin látið hana fá barnið aftur þegar hann var sjö mánaða.
Eiginmaðurinn fékk áfall við fréttirnar og vill sækja um skilnað. Viktoria gæti fengið 10 ára fangelsi fyrir vanrækslu á barni sem leiddi til dauða.
Heimild: DailyMail