KVENNABLAÐIÐ

Af hverju stafar magasár?

Magasár er í raun og veru ætisár í slímhúðarlaginu í meltingarveginum. Meltingarvegurinn samanstendur af vélinda, maga, smáþörmum og ristli. Flest magasár eru staðsett í smáþörmum og í læknisfræðinni er gerður greinarmunur á því hvort sárið er staðsett í maga(gastric ulcer),  vélinda (esophageal ulcer) eða smáþörmum (duodenal ulcer).

Hvað orsakar sár í meltingarvegi?

Hér áður fyrr var talið að ætisár í meltingarvegi osökuðust eingöngu af streitu eða þegar menn neyttu matar sem væri of  súr en í dag er vitað að flest magasár ( 80-90% tilfella)  orsakast af sýkingu af bakteríu sem kallast Helicobacter pylori. Þessi baktería er einnig talinn einn af áhættuþáttum þess að fá magakrabbamein. Helicobacter pylori er ein algengasta bakteríusýking í mönnum og fer tíðni sýkingar hækkandi með aldri.  Á Íslandi er um 10% tvítugra einstaklinga sýktir en um helmingur fimmtugra. Flestir sýktra eru einkennalausir og innan við 5% sýktra fá ætisár vegna sýkingarinnar. Smit verður er sýkillinn berst um munn í maga. Líklega smitast einstaklingar af öðrum snemma á lífsleiðinni. Ekki hefur enn tekist að framleiða virkt bóluefni gegn sýklinum. Sýkinguna má greina með útöndunarprófi, sýnatöku í magaspeglun, blóðvatnsprófi eða saurprófi.

Auglýsing

Sýrur og annar magasafi geta gert  ástandið verra með því að brenna gat á slímhúðir meltingarvegarins. Það getur gerst ef maginn framleiðir of mikla sýru eða slímhúðin er á einhvern hátt skemmd. Streita veldur yfirleitt ekki sári en getur gert það verra sé sár á annað borð til staðar.

Bólgueyðandi lyf geta einnig valdið magasári. Þessi lyf eru tiltölulega algeng og  flestir lenda ekki í þessum vandræðum en séu þau tekin til lengri tíma getur það valdið skemmdum á slímhúðinni og þannig valdið sári. Bólgueyðandi lyf eru lyf eins og  aspirin, ibuprofen, naproxen, ketoprofen og sum gigtarlyf.

Möguleg einkenni:

  • Líður betur þegar borðar/drekkur en versnar aftur 1 til 2 klukkutímum eftir máltíð  (duodenal ulcer).
  • Líður verr við að borða (gastric ulcer)
  • Vaknar upp að nóttu með magaverk
  • Verður fljótt saddur
  • Tilfinning um „þyngsli“ í maga, uppþemba, brunatilfinning eða daufur verkur í maga.
  • Uppköst
  • Óútskýrt þyngdartap

Meðferð:

Sé búið að greina að osökin sé af völdum Helicobacter Pylori þarf að uppræta hana. Um leið getur verið nauðsynlegt að draga úr sýruframleðislu magans, hlutleysa sýruna (gera hana minna súra) og vernda svæðið þar sem sár hafa myndast til að þau geti gróið. Það er einnig afar mikilvægt að hætta að gera það sem getur valdið skaða á slímhúðinni til dæmis að reykja og neyta áfengis og draga úr streitu. Meðferðin felur í sér að nota 3 tegundir lyfja sem eru sýklalyf og sýruhamlandi í 2-3 vikur. Sumir þurfa þó sýruhamlandi lyf í lengri tíma til að sárin nái að gróa. Sumir geta jafnvel þurft að fara aftur á lyf ef einkenni koma aftur eða sem fyrirbyggjandi meðferð.

Hvað er hægt að gera sjálfur ?

  • Ekki reykja
  • Forðast bólgueyðandi lyf.
  • Forðast koffín og áfengi ( eða draga úr neyslu og neyta þess eingöngu á fullan maga).
  • Forðast sterkan og eða mikið kryddaðan mat ef hann veldur brjóstsviða.

Hefur mataræði einhver áhrif ?

Það getur gert það en það á ekki við um alla. Ákveðnar fæðutegundir og drykkir geta gefið verri verki. Það er til dæmis kaffi ( bæði me ðog án koffíns), te, súkkulaði, áfengi, svartur pipar,chili, sinnep og múskat.

Auglýsing

Hversu alvarlegt er það að hafa magasár ?

Flestir sem eru með magasár eru eingöngu með verki og sumir hafa jafnvel engin einkenni. En það getur haft ýmsar afleiðningar að ganga með magasár. Það getur blætt frá þeim og ef sárið grær ekki getur það ná&e th; í gegnum magavegginn og gert gat á hann. Bólgurnar sem fylgja sárunum geta stíflað meltingarveginn sem getur aftur örsakað ógleði, uppköst og þyngdartap. Þar sem í flestum tilfellum er einfalt að ráða bót á þessu vandamáli er um að gera að leita sér aðstoðar ef grunur er um magasár.

Ástæða er til að leita sér aðstoðar ef eftirfarandi einkenna verður vart:

  • Blóðug uppköst
  • Seinkuð melting ( kastar upp ómeltum mat sem neytt var fyrir mörgum klukkutímum)
  • Kuldahrollur eða kaldsveittur
  • Slappleiki og svimi
  • Blóð í hægðum eða dökkar, tjörusvartar hægðir
  • Viðvarandi ógleði eða uppköst
  • Skyndilegir sárir kviðverkir
  • Óútskýrt þyngdartap
  • Verkir hverfa ekki við inntöku lyfja

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!