Gleymdu þeirri mynd, hérna er allt sem þú þarf að vita.
1. Byrjum á byrjuninni: BDSM snýst í rauninni um þessa hluti:
BDSM eru bindileikir og agi (B&D), drottnun og undirgefni (D&S) og sadismi og masókismi (S&M).
Þessi hugtök blandast saman sitt á hvað vegna þess að BDSM getur verið svo margslungið. Mismunandi fólk vill mismunandi hluti.
Þetta segir BDSM rithöfundurinn og fræðarinn Clarisse Thorn, höfundur The S&M Feminist. Megnið af tímanum tengist áhugasvið einstaklings einu eða fleiri hlutum innan BDSM í stað þess að hann hafi áhuga á þessu öllu.
Mynd héðan
2. Þetta snýst ekki alltaf um kynlíf, en það getur gerst.
Flest fólk heldur að BDSM sé alltaf tengt kynlífi, og þó það sé stundum þannig þá draga aðrir skýr mörk milli þessa tveggja. „Bæði eru líkamleg upplifun, áköf og örvandi og getur þetta vakið upp sterkar tilfinngar hjá því fólki sem tekur þátt, en þetta er ekki einn og sami hluturinn“. Til mynda nefnir Thorn nudd. Stundum er nudd bara nudd þó það sé örvandi. Fyrir aðra þá endar það nær alltaf í kynlífi. Það sama á við um BDSM, þetta er spurning um hvað þú persónulega og kynferðislega vilt.
3. Það er ekkert að fólki sem stundar þetta, það er ekki skemmt.
Þetta er ein algengasta og leiðinlegasta mýtan sem tengist BDSM segir Thorn. BDSM er ekki eitthvað sem þróast úr misnotkun eða heimilisofbeldi, og að stunda það þýðir ekki að þú sért fyrir misnotkun eða ofbeldi.
BDSM er bara ein birtingarmynd þeirrar kynlöngunar og lífsstíls sem fólk hefur. „Þetta er bara venjulegt fólk sem vill svo til að nýtur þess svona“, segir Gloria Brame Ph.D. höfundur Different Loving. „Þetta eru nágrannarnir þínir, kennarinn þinn, manneskjan sem pakkar matvörunum þínum. Stærsta goðsögnin virðist vera sú að þú þurfir einhverjar sérstakar aðstæður. Það er þetta venjulega fólk sem skapar sínar aðstæður sjálft.
Mynd héðan.
4. Mundu að þú getur alltaf sagt nei.
„Mikið af fólki sem byrjar í þessu heldur að það sé bara allt eða ekkert, sérstaklega ef þú hefur bara verið með einum maka“, segir Thorn. Td. þú gætir haldið að vegna þess að þú njótir þess að vera undirgefin/n við vissar aðstæður, þá þýði það að þú verðir að sýna undirgefni og vera masókisti við allskonar tilefni sem þú ert kannski ekkert fyrir.
En það er algerlega rangt. Þú getur, og ættir að velja og hafna þeim BDSM athöfnun og leikjum sem þér bjóðast. Það getur oltið á stund og stað, leikfélaganum eða bara dagsforminu. Mundu bara að upplýst samþykki er krafa í BDSM. Það er alveg hægt að samþykkja einn hlut og hafna öðrum.
5. BDSM fólk er alveg jafn stöðugt og vanilla fólk.
„Samkvæmt minni reynslu, þá er auðveldara fyrir fólk að prófa BDSM ef það á ekki fortíð tengda misnotkun, fólk sem hefur náð jafnvægi í lífi sínu“, segir Thorn. Rannsókn sem birtist árið 2008 í ritinu Journal of Sexual Medicine fann út að fólk sem hafði stundað BDSM undanfarið ár var ekkert meira líklegt til að vera ýtt út í kynlífsathafnir, og var ekki líklegra til að vera óhamingjusamt eða kvíðið en fólk sem stundaði ekki BDSM.
Og í rauninni voru karlmenn sem stunduðu BDSM með betri andlega líðan en aðrir karlmenn.
Vel á minnst, BDSM iðkendur dæma ekki aðra sem fíla þetta ekki, segir Torn. Hugtakið „vanilla“ er ekki niðurlægjandi heldur bara til að skilgreina venjulegt kynlíf og fólk sem er ekkert fyrir kinkí hluti.
Mynd héðan.
6. Fifty Shades of Grey er talin mjög vafasöm mynd innan BDSM samfélaga.
Ef þú ert einhverntíman í BDSM partíi eða dýflissu, ekki tala mikið um þessa mynd sem eitthvað gott. Þó sumt fólk meti áhugann sem bækurnar vöktu á kinkí hlutum og gerðu þá minna tabú, þá eru flestir á móti því óheilbrigða sambandi og óraunverulegu athöfnum sem fyrirfinnast í bókunum. Til einföldunar þá eru þær ekki sérlega nákvæm lýsing á BDSM samfélaginu.
7. Þetta snýst ekki alltaf um keðjur og svipur, jafnvel aldrei, ef þú vilt það frekar.
Jújú, sumir S&M iðkendur gætu verið með þetta tvennt í dótakassanum, en það á að sjálfsögðu ekki við um alla. „Sumt fólk fer meira út í það sem kallast örvandi drottnun, sem gæti innihaldið leikföng og leiki en án alls sársauka“, segir Brame.
„Það er meira þannig að annar makinn samþykkir allt það sem hinn biður um. BDSM þarf ekki að fylgja einhverri forskrift, og það er ekki til eitthvað eitt skipulag fyrir það hvernig BDSM samband ætti að vera.
Getty Images / iStockphoto Filip Obr / Af thinkstockphotos.com
8. BDSM leikir kallast líka senur.
Svo það sé endurtekið, þá snýst þetta ekki alltaf um kynlíf. Þú myndir ekkert endilega segja að þú hafir átt mök eða neglt einhvern þegar kemur að BDSM upplifuninni. Í staðinn eru þetta kallaðir leikir eða senur (eins og þú leikir hlutverk með einhverjum í senu).
„Þetta þróast út frá hlutum áður fyrr, ef þú stundaðir S&M, þá gerðirðu það einungis með atvinnumanneskju í klukkutíma, eða þú sást leiki í BDSM klúbb“. „Í dag er fólk í meira lifandi samböndum en kalla þetta enn senur – Stundina þegar dótið er tekið fram og fólk kemst í þennan hugarheim.
9. Það eru til drottnarar, undirgefnir, toppar og botnar.
Þú hefur eflaust heyrt um drottnara og undirgefna (ef ekki þá nýtur drottnarinn þess að stjórna á meðan sá undirgefni/sú undirgefna nýtur þess að vera stjórnað). BDSM fólk notar líka hugtökin toppur eða botn (top/bottom) til að lýsa sjálfu sér. Toppur gæti verið drottnari eða sadisti (einhver sem nýtur þess að valda sársauka), á meðan botn gæti verið undirgefinn eða masókisti (sá sem nýtur sársaukans).
Þetta gefur þér möguleika á að skilgreina eftir því hvað fólk vill í tengslum við BDSM, hvort það vilji gefa eða þiggja. Og það er ekkert sem segir að þú getir ekki verið bæði drottnari og undirgefin við mismunandi aðstæður, eða með mismunandi leikfélögum.
Mynd héðan
10. Þetta getur verið eins einfalt eða eins tæknilegt og þú vilt.
Kannski æsir það þig að vera bundin niður, eða þú nýtur þess að flengja eða vera flengd/ur. Eða kannski hefurðu meira áhuga á leðurgrímum og geirvörtuklemmum og vaxi. Allt þetta (og augljóslega hellingur í viðbót) getur verið BDSM. Þú getur einfaldlega verið fyrir kinkí hluti án þess að fara nokkurn tíman í dýflissur.
11. Áður en þú byrjar á byrjuninni, fræddu sjálfa/n þig.
Að nota augnbindi eða ísmola og mjúku handjárnin sem þú fékkst í gæsuninni er nokkurn vegin meinlaust til að byrja á ef þú fílar það. En áður en þú ferð að leika með flóknari hluti þá þarftu að læra á þá á öruggan hátt. Reipi og svipur geta alveg verið hættulegir hlutir ef þú veist ekki hvað þú ert að gera.
Þú getur allt eins meitt einhvern bara með höndunum (hugsaðu um fisting): „Sumt fólk heldur að það geti bara búið til hnefa og stungið honum inní næsta op“ segir Brame. „Slíkt er góð leið til að meiða einhvern og senda á næsta spítala“. (Í staðinn stingur hún upp á „helling af sleipiefni“ og prófa sig áfram með tvo eða þrjá fingur, svo hægt og sígandi vinna sig upp í alla hendina).
Getty Images / iStockphoto Xebeche / Via thinkstockphotos.com
12. Í alvörunni, BDSM inniheldur HELLING af lærdómi og lestri.
Ef þú ert ein af þessum manneskjum sem hendir leiðbeiningunum og byrjar að klastra saman bókahillunni með heppnina að vopni, þá er BDSM kannski ekki fyrir þig. „Ég myndi segja að megnið að BDSM fræðslu snúist um að hámarka nautnina og minnka áhættuna“ segir Brame. „Hvernig þú framkvæmir allt það sem var áður fantasía hjá þér, hvernig þú gerir það án áhættu“.
Þó það sé ekki til neinn leslisti, þá eru sumar bækur frekar vinsælar meðal byrjenda sem vilja vita meira. Td. SM 101 eftir Jay Wiseman, Screw the Roses, Send me the Thorns eftir Phillip Miller og Molly Devon, og The New Topping Book eða The New Bottoming Book eftir Janet Hardy og Dossie Easton.
Kennsla, ráðstefnur og hittingar eru líka hjálplegar leiðir til að læra ákveðna tækni og nýja hluti samkvæmt því sem Thorn segir. Á netinu er Fetlife.com vinsælt, hálfgerð kinkí útgáfa af Facebook sem tengir þig við hópa, skilaboðagrúppur og kennslu á þínum slóðum. Þar er hópurinn BDSM á Íslandi og svo má skoða BDSM á Íslandi á Facebook þar sem oft eru auglýstar kynningar og námskeið.
13. Það er mikilvægt að sækja sér fræðslu vítt og breitt.
Ein af þeim mistökum sem fólk gerir þegar það prófar sig áfram í BDSM er að láta eina manneskju leiða sig áfram. Jafnvel þó þessi manneskja sé öll af vilja gerð (eða ekki) þá færðu takmarkaða sýn á eitthvað sem er svo fjölbreytilegt, segir Thorn. Prófaðu í staðinn að skoða bækur, hittinga, kennsluhópa, vini, vefsíður grúppur til að byggja upp áhugann á öruggari hátt.
„Ef þú getur ekki talað um það sem er að gerast eða skilið upplifun þína með fólki sem hugsar eins, þá er það í raun hættulegra en þær fantasíur sem þig dreymir um.
14. Öryggisorð er pottþétt málið.
Það hljómar kannski kjánalega, en það er mikilvægt og þekkt í BDSM. (Og hey, þú mátt td. alveg hafa orðið kjánalegt sem öryggisorð). „Öryggisorð eru eflaust eitt af því mikivægasta sem tengist BDSM samfélögum, jafnvel þó fólk noti þau á mismunandi hátt“, segir Thorn. Sem dæmi þá nota ekki allir öryggisorð alltaf ef þeir eru langt komnir, en það er mikilvægt að nota þau til að byrja með. Öryggisorð getur í raun verið hvað sem þú vilt, svo lengi sem það er ekki eitthvað sem þú myndir æpa í kynlífinu.
Mynd héðan.
15. Á sumum stöðum og viðburðum eru jafnvel öryggismanneskjur á vakt.
„Dýflissu eftirlitsfólk tekur strangt á fólki sem er ekki að leika sér á öruggan hátt segir Brame. Það gæti verið allt frá því að hlusta ekki á öryggisorð eða misnota svipu svo slys verði af. Í alvörunni, við leggjum alla áherslu á öryggi hérna. Í reynd er hugtakið öruggt, meðvitað, samþykkt (SSC – Safe, sane, consensual) eitt af því mikilvægasta sem tengist iðkun BDSM.
16. Þetta gerist ekki eins fljótt og í Hollywood myndum og klámmyndum.
Að hrífast með á staðnum og rekast óvart á rauða herbergið hjá milljónamæringi sem fær þig til að koma aftur og aftur, er eflaust aldrei að fara að gerast. En það er ekkert svo slæmt. „Kynlífsfantasíur virka svo auðveldar“ segir Brame. „Fólk sem í alvörunni iðkar þetta er mjög varkárt. Stundin þarf að vera rétt, staðsetningin og áhöldin þurfa að virka rétt. Og þú þarft að hafa á hreinu hvernig þú losar manneskju (úr hverskonar bindingum) ef eitthvað fer úrskeiðis. Þú þarft að finna að þú treystir manneskjunni“. Þannig að það er hellingur sem þarf fyrir eina senu, en það þýðir ekkert að ánægjan verði eitthvað minni fyrir þá sem njóta.
17. Fólk talar eflaust mun meira saman í tengslum við BDSM en velflest vanillukynlíf.
Ef fólk er eitthvað efins um upplýst samþykki í BDSM, þá ætti það að velta fyrir sér þeim gríðarlega miklu samskiptum sem eiga sér stað fyrir, á meðan og eftir senu. „Við tölum heilan helling um hlutina áður en við framkvæmum þá“ segir Brame. „Við spjöllum um það sem viljum gera, það sem við munum gera, hverjar fantasíurnar okkar eru. Þetta er hluti af því að komast að samkomulagi um gott samband sem BDSMari“.
Courtesy of Gloria Brame / Via gloriabrame.com
18. Það er til eitthvað sem gæti kallast forkynning, þar sem hugsanlegir leikfélagar ræða um það sem þeir vilja, hvað þeir vilja ekki, og hvað kemur algerlega ekki til greina.
Hugsaðu um þetta sem samlestur fyrir senu. „Þetta er leið til að undirbúa upplifunina og auka andlegt og tilfinningalegt öryggi“ segir Thorn. Slíkt getur td. verið allt frá gerð tékklista og handrits yfir í upplýsta umræðu um hvað hver og einn býst við af senu, hvað hver vill og vill ekki, hvað má alls ekki segja eða gera.
19. Og svo kemur að umhyggjunni eftirá, stundinni sem fólk á eftir senuna.
Þar sem BDSM getur verið ótrúlega örvandi og tilfinningaleg rússíbanareið fyrir suma, þá mæla flestir með því að slík skref séu tekin, þar sem leikfélagar tala saman um það sem gerðist og hvað það upplifði. „Fólk er gríðarlega varnarlaust eftir leik og á meðan umhyggju stendur“ segir Thorn „Það yrði ferlega skrítið að vera með senu án þess“. Þessi tími getur líka tengt fólk saman mun sterkari böndum fyrir vikið.
Courtesy of Hans van der Kamp / Via hansvanderkamp.com
20. Í BDSM getur verið einkvænisfólk, fjölkvænisfólk eða bara það sem því sýnist.
Þau sem hafa áhuga á BDSM eru ekki öll með marga bólfélaga eða í mörgum samböndum. „Það var einu sinni vinsæll misskilningur í gangi um að við séum ekki í langtíma samböndum“ segir Brame. „Mikið af BDSM fólki er í einkvæni. Mikið af fólki vill bara leika með mökum sínum eða prófa stóru leikföngin í klúbbunum“.
21. Það eru til svo margar tegundir af svipum.
Þetta er ekki kínki-ein-stærð-passar-öllum hlutur. Það eru til léttar svipur, leðursvipur, svipur með einum enda, margenda svipur, flatar og mjóar, listinn er endalaus segir Thorn. En þar sem sumar þeirra meiða meira en aðrar þá þarftu að læra að nota þær rétt (kennsluhópar og tímar eru hérna mikilvægir) „Fólk sem æfir sig með svipu byrjar oft á því að beita þeim á kodda eða einhvern lítin hlut eins og ljósarofa“.
Fengið héðan.
22. Og suma staði viltu alls ekki nota svipu á.
Eins og hérna, augun, augljóslega. Eða svæðið utan um nýrun. „Húðin þarna er þunn og mikilvæg líffæri undir. Þú getur farið illa með nýrun“ útskýrir Brame.
23. Ef þig langar að prófa BDSM í núverandi sambandi, endilega talaðu um það.
„Það er til nóg af sögum um fólk sem var of stressað til að nefna þetta, og komst svo að því að makinn hafði líka áhuga“ segir Thorn. Ef stressið ef mikið, prófaðu að benda makanum á einhverja tiltekna bók eða vinnuhóp sem þú heyrðir um. Eða tengdu þetta bara við kynlífsfantasíur með því að spyrja makann hvort hann eða hún hafi einhverntíman prófað BDSM eða vilji prófa. Þegar þú hugsar út í það þá endar það í versta falli bara í einu kjánalegu samtali, og ef vel gengur þá opnast möguleikinn á því sem þú vildir prófa í lífi þínu.
Mynd héðan
24. Það er hægt að finna kink-væna lækna og meðferðaraðila sem skilja lífsstílinn þinn og dæma ekki.
Kannski hefurðu áhyggjur af því að kvensjúkdómalæknirinn þinn eða lögfræðingurinn þinn skilji ekki áhugamál þín eða finnist óþægilegt að ræða um þau. Erlendis er til Kink Aware Professionals Directory, listi frá National Coalition for Sexual Freedom sem hjálpar þér að finna fólk sem skilur þig. (Hér á landi er hægt að spyrjast fyrir hjá samtökunum BDSM á Íslandi og í samnefndri grúppu á Fetlife.com).
25. Þetta er einfaldlega allt öðruvísi en flest fólk heldur.
Í gegnum stereótýpur, klám og Fifty Shades of Grey kemur ýmis misskilningur um BDSM. Fyrir utan það að kíkja á námskeið eða heimsækja dómínur, þá er best að læra með því að kynna sér hlutina. „Alveg eins og í venjulegu kynlífi, ef þú vilt gera hlutina vel, þá þarftu að læra allt sem þarf að gera rétt“ segir Brame.