KVENNABLAÐIÐ

Hve stórt er meðal typpi?

Ég var í lauginni!” uppnám George Costanza yfir að limurinn á honum „rýrnaði“ eftir sundferð í kaldri laug var fáránlega fyndið atriði í Seinfeld þætti frá 1994, en áhyggjur margra manna yfir lengd og breidd „félagans“ eru langt frá því að vera fyndnar. Nýleg könnun gæti bægt áhyggjunum frá með nákvæmustu typpamælingum hingað til.

Margar fyrri rannsóknir treystu á sjálfsmat, sem gefur ekki alltaf áreiðanlegar niðurstöður. „Fólk á það til að ofmeta sig“ segir David Veale, sálfræðingur við South London and Maudsley NHS Foundation Trust. Þannig að þegar Veale og rannsóknarhópur hans ákváðu að fá limastærðirnar á hreint, ákváðu þeir að safna saman gögnum frá læknum sem fylgdu staðlaðri mælingaaðferð.

Rannsóknin sem birt var þriðja mars í British Journal of Urology International, samræmir gögn úr yfir 17 fyrri rannsóknum sem innihéldu mælingar frá 15.521 frá ýmsum heimshlutum. Gögnin gerðu rannsakendunum kleyft að reikna út meðaltöl og móta mynd af áætlaðri dreifingu typpastærða mannkyns. “Það slær mig ennþá hve margir menn hafa spurningar, áhyggjur og þjást af óöryggi varðandi eigin typpastærð. Við þurfum virkilega á góðum gögnum að halda“ segir Debra Herbenick, atferlisfræðingur við Indiana University, Bloomington, sem tók ekki þátt í rannsókninni.

Samkvæmt greiningu hópsins er meðal limur í afslöppun 9,16 sm á lengd; meðal limur í fullri reisn er 13,12 sm á lengd. Samsvarandi ummál er 9,13 sm í afslöppun og 11,66 sm í reisn.

Línurit af dreifingu lengdar og ummáls sýnir að fáir eru á jöðrum mælinganna. 16 sm limur í reisn er sjaldgæfur, einungis fimm af hundrað mönnum hafa lim sem er lengri en 16 sm. Sama má segja um hinn endann, 10 sm eða minni limir finnast eingöngu á fimm af hverjum hundrað.


Herrar mínir, ef þið viljið sjá hvar þið fallið í hópinn þurfið þið að fylgja sömu mælingareglum og könnunin fylgir. Allar lengdarmælingar eru gerðar frá lífbeininu að enda kóngsins ofan á limnum. Ef einhver fita er milli lífbeinsins og yfirborðsins er henni ýtt þétt upp að fyrir mælinguna, og forhúðin er ekki mæld aukalega ef hún er framfyrir kónginn. Ummálið er mælt við botn limsins eða um miðju skaftsins, báðar mælingar teljast jafnar.

Rannsakendurnir komust að þeirri niðurstöðu að engin sterk rök lægju að því að tenging væri milli typpastærðar og annarra líkamlegra mælinga, svo sem hæðar, þyngdar eða skóstærðar. Já það virðist sem eina ályktunin sem draga má af sokkastærð manns sé að hann sé líklega með stóra fætur. Rannsóknin fann heldur engin bein tengsl milli stærðar og kynþáttar eða þjóðernis, en Veale bendir á að þeirra rannsókn hafi ekki verið ætluð til að skoða slík gögn og mikið af gögnunum hafi verið frá hvítum karlmönnum.

Það er auðvelt að hlægja að aumingja George með rýrnaðann manndóminn, en sumar kannannir benda til að allt að 55% karlmanna séu ósáttir við typpastærð sína. Sumir leita í mögulega hættulegar skurðaðgerðir til að leysa vanda sem eftir því sem Veale segir er oftast hvergi nema í þeirra eigin huga. Menn „virðast hafa mjög skekkta mynd af því hvaða [stærð] aðrir menn eru, og hvað þeir halda að þeir ættu að vera,“ segir Veale.

Klám, þar sem karleikararnir eru oft ráðnir vegna óvenju stórra kynfæra, gæti mögulega verið hluti vandans. Einnig bendir Herbenick á hrúgurnar af tölvupóstum sem halda því fram að meðalstærð lims í reisn sé 17,78 sm, þegar raunveruleikinn er allur annar. Slíkur limur væri í topp tvemur prósenta þessarar rannsóknar. Það er best að hunsa slíkar auglýsingar hvort eð er segir Veale. „Það eru engin áhrifarík lyf, krem eða töflur“

 

Þýtt héðan.