KVENNABLAÐIÐ

Tiger Woods handtekinn fyrir ölvunarakstur

Golfsnillingurinn Tiger Woods var handtekinn í Flórídaríki, Bandaríkjunum á mánudagsmorgni 29. maí 2017 fyrir ölvunarakstur. Var hann handtekinn á áttunda tímanum í Palm Beach og var sleppt nokrum klukkutímum síðar. Golfarinn sem er 41 árs hafði verið að jafna sig eftir bakaðgerð og bloggaði síðast um það þann 24. maí. Sagði hann að aðgerðin hefði losað um „hryllilega verki“ og honum hefði ekki liðið jafn vel í mörg ár.

Auglýsing
Lögreglan í Palm Beach gaf út þessa mynd eftir handtökuna
Lögreglan í Palm Beach gaf út þessa mynd eftir handtökuna
Auglýsing

Sagði Tiger einnig að góðar líkur væru á að hann færi að keppa í golfi aftur en hann væri ekkert að flýta sér: „Núna er ég að einbeita mér að endurhæfingu og því sem læknarnir segja mér. Ég er að einbeita mér að skammtímamarkmiðum.“

 

Heimild: BBC