Mikill styr stendur um þáttaseríu Netflix, 13 Reasons Why. Þeir sem vinna við geðheilbrigðismál hafa hvatt unglinga til að horfa ekki á þættina, en meðframleiðandi þáttanna er söng- og leikkonan Selena Gomez. Þeir sem vita ekki um hvað þættirnir snúast fjalla þeir um sjálfsvíg 17 ára stúlku.
Paris Jackson hefur nú bæst í hóp þeirra sem vara við þáttunum, sérstaklega fyrir ungt fólk, en hún reyndi sjálf að taka sitt eigið líf árið 2013. Segir hún þættina vera „hvetjandi fyrir unglinga sem eru á slæmum stað.“ Í Instagrampósti segir Paris að einhver sem sé að hugsa um sjálfsvíg sé þátturinn ofboðslega hvetjandi. Segir hún: „Vinsamlega horfið á þættina með varúð og munið að þeir geta komið ykkur á slæman stað. Ef þið eruð í baráttu, ekki horfa. Ef þið haldið að þið getið höndlað þá, þá endilega tékkið á þeim.“
National Association of School Psychologists (Samtök skólasálfræðinga) hafa líka látið málið sig varða: „Við mælum ekki með að viðkvæm ungmenni, sérstaklega þau sem hafa hugsað um sjálfsvíg, horfi ekki á þættina.“