Óvenju litríkur og fallegur persónulegur stíll listakonunnar Fridu Kahlo heldur áfram að heilla…löngu eftir að hún er fallin frá. Myndirnar hennar, líkt og klæðnaðurinn, hafa enn áhrif á fólk líkt og þær gerðu á sínum tíma. Nú hafa flíkur litið dagsins ljós sem hingað til hafa verið geymdar bak við luktar dyr.
Frida notaði tískuna til að veita sér tilfinningalegan styrk og komast yfir líkamlegar hindranir. Þegar hún var 18 ára gömul lét hún nærri því lífið í rútuslysi og var hún í tvö ár að jafna sig líkamlega en alla ævi fann hún fyrir líkamlegum sársauka. Þrátt fyrir það hélt hún alltaf áfram. Spelkur eða hækjur sem hún notaði eftir slysið má finna á mynd hér að neðan.
Diego Rivera, eigimaður hennar, lokaði föt hennar inni í fimmtán ár. Eftir dauða hans árið 1957 fékk safn Fridu Kahlo fötin til geymslu. Nú hefur japanski ljósmyndarinn Ishiuchi Miyako haft heiðurinn að fanga fötin á filmu eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.