KVENNABLAÐIÐ

Drakk tíu kókdósir á dag í mánuð til að sjá hvaða áhrif það hefði á heilsuna

Eru sykraðir gosdeykkir þitt uppáhald? Þá ættirðu að lesa þessa grein. Þú gætir verið að skapa vandamál sem eru ekki afturkræf. Sumir halda að einn til tveir drykkir hafi ekkert að segja og svo eru aðrir sem telja þá hið versta sem þú getur látið ofan í þig. Þessi maður ákvað að gera smá tilraun til að sjá hvaða áhrif það hefði á heilsuna. Niðurstöðurnar eru sláandi.

Prior er fimmtugur og frá Los Angeles, Kaliforníu. Hann var í ágætis formi – fór reglulega í líkamsrækt og var varkár hvað hann lét ofan í sig. Hann myndi hafa talist ágætlega heilbrigður…fyrir tilraunina. Prior vildi sýna heiminum hversu slæmur sykur væri í raun og veru fyrir heilsuna.

Auglýsing

kok1

Hann ákvað að drekka tíu dósir af kóki í 30 daga til að sjá hvort hann yrði var við einhverjar breytingar. Þegar hann hóf tilraunina var hann 76 kíló. Eftir þessa 30 daga var hann 87 kíló! Annars flatur magi hans fór að hanga yfir buxnastrenginn eins og sjá má á myndinni. Blóðþrýstingurinn sem annars hafði verið góður fór upp í 145/96 sem þýðir að hann stórjók áhættu á hjartaáfalli.

Auglýsing

Þegar Prior hætti tilrauninni fór hann í mikil „sykurfráhvörf“ en hann reyndi að fara aftur í sinn heilsusamlega lífsstíl. Hann fann vel fyrir fráhvörfunum og þau reyndust honum erfið. Fólk sem verður svo að segja háð gosdrykkjum segja hið sama: Það er ofboðslega erfitt að hætta.

kok2

The World Health Organization (WHO) tók nýverið ákvörðun um að lækka sykurþol okkar, frá 50 grömmum á dag í 25 grömm. Ein kókdós inniheldur 35 grömm af sykri þannig Prior drakk mun meira en ráðlagður dagsskammtur er.

kok6

Það er hinsvegar athyglisvert að aðrir drykkir en gosdrykkir innihalda mikið magn sykurs, s.s. ávaxtasafar og aðrir bragðbættir drykkir. Sumir foreldrar gefa börnunum sínum ávaxtasafa en séu innihaldslýsingar skoðaðar er hann í raun ekkert betri en gosið. Allavega, tilraun Priors segir okkur ótrúlega margt um sykurneyslu – verum vakandi fyrir því sem við látum ofan í okkur og gefum börnunum okkar!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!