KVENNABLAÐIÐ

Fáránlega gaman á Sónar

Edda Karólína skrifar og ljósmyndar:

467293_10150637844868052_1336956827_o

 

Sónar fór rólega af stað á fimmtudeginum 12. Febrúar 2015 með ljúfum tónum Samaris en rauk í brjálað stuð með föstum töktum Todd Terje. Eins og sjá má á þessum myndum var rífandi stemmning fyrir helginni.

MYND 1

Róleg en góð byrjun með Samaris

MYND 2

 Rífandi stemmning á Todd Terje

Ég startaði föstudeginum snemma í von um að sjá Pong á veggjum Hörpunnar en varð fyrir miklum vonbrigðum þar sem ekkert svoleiðis átti sér stað, en ég býst við það hafi verið sökum veðurs.

Kvöldið byrjaði snemma með funky tónum frá Fufanu. Á tónleikunum var fámennt en þó góðmennt og fólk nýtti plássið vel og steig funky spor í takt við tónlistina og snilldar sviðsframkomu söngvara sveitarinnar. Skemmtilegast þótti mér að sjá Ghostigital þar sem söngvarinn hefur brjálaða sviðsframkomu og dregur fram framandi spor frá áhorfendum.

MYND 3

Hrafnkell Flóki, söngvari Fufanu

MYND 4

 Fufanu

MYND 5

 Ghostigital

MYND 6

 Einar Örn einstaklega flottur á sviði

MYND 7

 Einar Örn

Þar á eftir var hoppað ofan í bílakjallara til þess að hlýða á Bigga Veiru/Gus Gus dj set. Þar var dimmt, þungt og fáránlega gaman, fólk skreytt ljós-hreindýrshornum lýsti upp dansgólfið og steig tryllt spor við upbeat danstakta og stemmningin var alveg hreint frábær.

MYND 8

Hin fínasta stemning í bílakjallaranum

Prins Póló sló í gegn að vanda og SBTRKT tryllti lýðinn.

Sónar er stútfullt af flottu fólki fallega klæddu, hér eru nokkrar myndir af nettu fólki í flottum klæðum og grúví fýling.

MYND 9

MYND 10

MYND 11

MYND 12

MYND 13

Rétt í þessu kom ég af tónleikum Nissenmondai sem voru mitt allra uppáhalds hingað til. Yung Lean & Sad boys voru líka frábærir og stemmningin var hreint út sagt tryllt. Köldið er þó ekki búið og ég er spenntust fyrir stemningunni á Skrillex, Eliphant, Jamie xx og fleiru, fylgist velmeð snappinu: sykurerbestur og hér sem og facebook! Höldum fjörinu uppi! See you on the flipsiiiiide gott fólk!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!