Tveggja mánaða barn fannst yfirgefið í pappakassa við þjóðveginn því móðir barnsins var reið út í föður barnsins. Barnið heyrðist gráta fyrir utan skrifstofur félagsmálaráðuneytisins í Ho Chi Min í Víetnam. Verðir skoðuðu eftirlitsmyndavélar og sáu að móðir barnsins kom með barnið í Uber leigubíl og setti barnið rólega í kassanum á götuna áður en hún fór aftur í bílinn og ók í burtu.
Faðir barnsins hafði ekki hugmynd um hvar litli drengurinn var og mætti á staðinn klukkutímum síðar í leit að barninu. Sagði hann við félagsmálayfirvöld að hann hefði verið að rífast við móðurina sem skyndilega hvarf úr íbúðinni í Hoc Mon hverfi borgarinnar. Konan var tekin í yfirheyrslu hjá lögreglunni þar sem hún játaði að hafa yfirgefið barnið í því skyni að refsa föðurnum fyrir rifrildið.
Bjargvættir barnsins tóku eftir að barnið var ekki vitund hrætt þrátt fyrir skelfinginn og fljótt brast út hlátur og gleði meðal starfsfólksins sem bjargaði því. Le Nhu Ngoc, sem er á myndinni fyrir neðan sagði: „Hann var grátandi og í uppnámi fyrst. Eftir að hann var tekinn inn varð hann glaður. Hann var svo yndislegur að allir voru yfir sig ástfangnir. Ég myndi elska að gefa honum heimili.“
Yfirvöld höfðu upp á leigubílstjóranum en hann hafði ekki gefið skýrslu. Þegar auglýst var eftir foreldrunum í fjölmiðlum kom faðirinn á svæðið og amma drengins.
Barnið fannst klukkan 14:15 eftir hádegi og fór strax fram vinna að finna foreldrana. Móðirin sagði við yfirheyrslur að hún ætti við hjónabandserfiðleika að stríða og hafi faðmað barnið áður en hún skildi það eftir og farið heim með leigubílnum. Hún var í miklu uppnámi og grét mikið. Var henni sagt að hún ætti ekki að yfirgefa barnið því hún myndi sjá eftir því það sem eftir væri.
Barnið fékk að fara heim eftir 16 tíma með föður og ömmu en móðirin var í haldi yfirvalda og ekki er vitað um hvað hana verður.