Fermingarnar eru nú að fara á fullt og Kjólar&Konfekt eru með eitt landsins mesta úrval af fermingarkjólum.
Úrvalið er fjölbreytt,mjög mismunandi snið eru á boðstólum þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Þær sauma einnig á staðnum og fá sömuleiðis nýjar kjólasendingar í hverri viku.
Kjólar&konfekt leggja mikið upp úr persónulegri þjónustu hvort sem er við að velja kjóla, sokkabuxur, snyrtivörur, förðunarbursta, skó, skart eða fylgihluti.
Ásdís Gunnarsdóttir förðunarfræðingur og kjólaklæðskeri gerði fallega fermingarförðun með vörum frá Maybelline við fermingarkjólana hjá Kjólar&Konfekt.
Þegar það á að mála ungar stelpur fyrir t.d. fermingu þá skiptir öllu máli að gera það á sem náttúrulegastan hátt, að undirstrika þeirra eigin fegurð og ekkert á að vera of áberandi segir Ásdís og fer hérna yfir góð ráð að fallegri náttúrulegri fermingarförðun.
Ásdís byrjaði á að vinna húðina rosalega vel með BB kreminu frá Maybelline, svo notaði hún stift hyljarann frá Maybelline til að hylja bólur og bletti. Á augun dúmpaði Ásdís létt mono augnskugga nr. 34 og skyggði svo við enda og í globus línu með mono augnskuga 06.
Blöndunin skiptir öllu máli hér segir Ásdís. Hún notaði Expression kajal augnblýant í brúnum lit frá Maybelline og deifði línunni með þéttum bursta. Hún notaði colossal extreme leather black maskarann einnig frá Maybelline og setti á því næst Every day flutter gerfiaugnhár frá Tanya Burr, en þau gefa bara smá lengd og þykkingu við endana þar sem þau eru hálf.
Á varirnar setti Ásdís svo Colour drama í litnum Nude perfection og smá Color elixir gloss í lignum 400 til að fá smá tón og glans.
Augabrúnirnar mótaði Ásdís létt með master shape blýantnum og svo setti hún smá af glæra augabrúnagelinu yfir.