KVENNABLAÐIÐ

Will & Grace á leið aftur í sjónvarpið!

Eftir að hafa strítt aðdáendum lengi með stiklu úr þáttunum sem var í anda forsetakosninganna hefur sjónvarpsstöðin NBC loksins staðfest að hinir vinsælu gamanþættir Will & Grace munu rata aftur í sjónvarpið. Verður um að ræða 10 sérstaka „reuninon“ þætti sem frumsýndir verða seinna á árinu. Leikararnir fjórir: Eric McCormack, Debra Messing, Megan Mullally, og Sean Hayes munu allir leika í þáttunum ásamt Rosario sem var í uppáhaldi hjá mörgum og er leikin af Shelley Morrison.

Auglýsing

Will & Grace var á skjánum frá 1998 til 2006 og var ein af fyrstu sjónvarpsþáttunum þar sem samkynhneigður maður var í aðalhlutverki á besta tíma í sjónvarpi. Breyttu því þættirnir miklu og við efumst ekki um að þeir munu njóta álíka vinsælda og þeir gerðu áður!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!