Þökk sé netinu varð glæpamaðurinn Jeremy Meeks stjarna á einni nóttu eftir að fangamyndin af honum fór á flug og fólk stóð á öndinni yfir fegurð hans. Síðan þá hefur hann sloppið úr fangelsinu og þessi kynþokkafulli, 32 ára gaur hefur nú snúið lífi sínu við og er að þéna góðar summur á fyrirsætustörfum.
Myndirnar sýna hann fyrir framan hús, sem ekki getur kallast annað en höll og fyrir framan Maserati sem er ekki ódýrasti bíll í heimi. Hann segir við myndirnar: „Gott að vera heima“ og „Guð er góður“
Sýnir hann líka hamingjusamar stundir með fjölskyldu sinni. Hann á tvo syni sem hann kallar „mini-me“ og með maka sínum þar sem hann fagnar 8 ára sambandsafmæli.
Batnandi mönnum er best að lifa, ekki satt?