KVENNABLAÐIÐ

Fyrrum lífvörður Angelinu og Brad opnar sig um fjölskyldulífið

„Mér leið eins og ég væri pabbi krakkanna,“ segir Mark Billingham fyrrum lífvörður Angelina Jolie og Brad Pitt sem hefur í fyrsta sinn tjáð sig eftir að stjörnuparið skildi í síðasta mánuði. Brad er nú búinn að hitta börnin í fyrsta skipti eftir skilnaðinn.

Börnin, þau Maddox 15 ára, Pax,12, Zahara, 11, Shiloh, tíu, og tvíburarnir Vivienne og Knox, átta ára eru hjá Angelinu og hefur hún krafist fulls forræðis yfir þeim. Segir Mark að honum hafi liðið stundum eins og hann hafi „feðrað börnin, “ sérstaklega þar sem hann gat, að eigin sögn „tekið þau hvert sem hann vildi einn.“

Auglýsing

Angelina Jolie at LAX International Airport, Los Angeles, USA - 21 Jun 2016

Mark hefur einnig sagt að Angie og Brad hafi alltaf verið dauðhrædd um að börnunum yrði rænt og sagði: „Það var þeirra stærsti ótti. Það snýst allt um peninga.“

Parið var einnig tortryggið gagnvart ýmsum öryggisvörðum og segir Mark að hann hafi viljað ráða inn fleiri öryggisverði en þau vildu ekki hleypa neinum öðrum nálægt börnunum: „Sumir varðanna máttu fylgjast með þeim úr fjarlægð en ekki snerta þau.“

Í lok viðtalsins sem Mark gaf The Sun segir hann: „Mér fannst eins og ég þyrfti miklu frekar að passa Brad heldur en Angelinu.“ Af hverju? Jú, Brad var ekki mjög vinsæll: „Fólk elskar hana en hatar hann. Þú þarft að finna leið til að vernda þau frá öllu því. Það var mjög áhugavert og ögrandi verkefni.“

Samkvæmt Mark átti fólk til að bregðast illa við nærveru Brads
Samkvæmt Mark átti fólk til að bregðast illa við nærveru Brads

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!