Ekki svo saklaus sjálfur: Donald Trump kom fram í djarfri kvikmynd sem framleidd var af Playboy og fjallaði um „leikfélaga“ (e. Playmates) klámtímaritsins Playboy árið 2000. Hlutverk hans var ekki stórt en hann hittir leikfélagana í New York, opnar kampavínsflösku og þær fagna ærlega. Svo hellir hann kampavíni yfir limósínuna með Playboymerkinu. Segir hann: „Fegurð er fegurð. Við skulum sjá hvað gerist í New York.“
Aðrar senur í myndinni innihalda naktar konur í kynferðislegum stellingum, þær dansa naktar, snerta sig sjálfar og hverja aðra , velta sér upp úr hunangi, fara í bað og klæða sig í búninga.
Framan á VHS hulstrinu segir að myndin fjalli um Carol og Darlene sem hafa farið í sjóðheitt, freyðandi bað saman á sérstökum næturklúbbi og þannig hafi þær uppgötvað kynveruna í sér. Þær muni því leiða áhorfandann í gegnum nautnafullt ferðalag á þeirri vegferð.
Leikfélagarnir ferðast um í rútu að leita að leikfélaga ársins 2000: Þær fara til ýmissa borga, s.s. New York, Las Vegas, Chicago, Nashville og San Diego. Trump fagnar leikfélögunum í New York eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.
Myndbandið kemur á versta tíma fyrir Trump sem réðist á ungfrú Alheim í gær, Alicia Machado, sem hefur tjáð sig um hvernig Trump kom fram við hana á tíunda áratugnum vegna kynlífsmyndbands með henni (illa kornótt og dökk mynd af henni í kynlífi í raunveruleikaþætti) – spurning um hræsni, gott fólk?