Hvað fer bláum augum best? En brúnum? Við höfum tekið saman ráð sérfræðinga um hvaða augnskuggalitir og eyelinerar fara augunum þínum best. Svo höfum við líka fundið hvar ódýrast og best er að versla þessar vörur en það er að sjálfsögðu hjá okkur!
Kíktu á þetta!
Blá augu
Koparlitir og gylltir láta blá augu líta út fyrir að vera enn „blárri.“ Þegar mildir metallitir eru nálægt bláum augum lýsa þeir þau upp.
Aðrir litir: Terra-Cotta, kampavínslitur, dökkblár
Græn augu
Rauðir undirtónar fara grænum augum vel. Bronslitir, djúpfjólublár og dökkrauður eru sjúklega flottir á grænum augum. Ef liturinn fer út í bleikan geta augun sýnst þreytt, þannig best er að setja svartan eyeliner næst augunum.
Aðrir litir:
Mahóní, ryðrauður og dökkfjólublár (eggaldin)
Brún augu
Jarðarlitir eru frekar öruggir fyrir brún augu. Djúpbláir líka – þeir lýsa upp ljósari tóna. Ef þú vilt ekki of mikinn lit má nota eyeliner í þessum litum – prófaðu dökkbláan.
Aðrir litir:
Fjólublár, brúngrár (mink grey), kóbaltblár
Brún/græn augu (hazel)
Smaragðsgrænn og gulllitaður draga fram græna tóna í brúngrænum augum. Hlýir jarðartónar gera þau meira brún. Dreifðu grænni eða súkkulaðibrúnni línu yfir augnlokið í stað svartrar. Settu svo gulllitaðan liner eða augnskugga í augnkrókana og yfir augnlokið – allt eftir því hversu áberandi þú vilt vera.
Aðrir litir: Bronslitir, ólífugrænn og fjólublár (plómu)