KVENNABLAÐIÐ

Leikkonan Eva Mendes opnar sig vegna hryllilegs missis

Eva Mendes hefur upplifað afar erfitt ár. Hin 42 ára leikkona gaf viðtal við Latina magazine um ótímabæran dauða bróður hennar, Carlos. Lést hann úr krabbameini í sömu viku og annað barn hennar fæddist, dóttirin Amada.

„Að missa bróður minn þjappaði fjölskyldunni okkar saman og við vorum mjög náin fyrir. Svo ég vil segja – ég er afskaplega heppin að eiga þau að. Þau voru til staðar þegar Amada fæddist. Við höfðum kistulagningu í sömu viku og hún fæddist. Þannig það var afskaplega, afskaplega tilfinningarík reynsla og augljóslega til þess fallin að brjóta í manni hjartað, en falleg á sama tíma.“

Auglýsing

Bróðir Evu var fyrst greindur með hálskrabbamein árið 2014. Tapaði hann baráttunni við krabbann um miðjan apríl 2016. Eva og kærastinn/barnsfaðirinn Ryan Gosling (35) fögnuðu Amöuu í apríl. Þau eiga einnig aðra dóttur, Esmeröldu, sem fæddist í septembermánuði árið 2014.

Eva með bróður sínum á góðri stund:

♥️

A photo posted by Eva Mendes (@evamendes) on

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!