Drottningin leitar að uppvaskara! Auglýst er eftir einhverjum til að sjá um uppvaskið á bænum og mun hann fá um 2,5 milljónir á ári – plús hann fær að búa í höllinni eftir þörfum. Mun hann einnig þurfa að sjá um uppvask í öðrum konunglegum setrum, svo sem Windsorkastala og Balmoral.
Auglýsing drottningar hljómar á þá leið að sá sem sæki um starfið þurfi að „finna fróun í að skila af sér flekklausri þjónustu.“
Mun starfið krejast viðveru fimm daga í viku ásamt 33 dögum í frí á ári. Engrar reynslu er krafist en þarf starfsmaðurinn að geta unnið með framleiðsluteymi sem undirbúa og framreiða rétti samkvæmt hæstu mælikvörðum: „Þú munt aðstoða teymið með því að viðhalda uppþvottaumhverfinu, og kokkarnir og aðstoðarfólkið mun þurfa að reiða sig á þig því framreiða þarf hundruðir rétta á hverjum degi.“