Margir atvinnurekendur hafa svokallaða stefnu: Að ráða ekki fólk með sjáanleg tattoo. Þetta er samt ótrúlega gamaldags, ekki satt? Svo margir fá sér tattoo til að undirstrika persónuleikaeinkenni og það þýðir ekki að það fólk sé verra í vinnu!
Einn af hverjum þremur hefur einhverskonar tattoo – a.m.k. meðal þeirra sem yngri eru. Af hverju ætti það að hindra fólk í að sækja um atvinnu? Í auknum mæli fer fólk að „fela“ þau. Það ætti ekki að viðgangast í nútímasamfélagi…