KVENNABLAÐIÐ

Raunverulegir snillingar blóta, vaka lengi frameftir og geta verið smá sóðar

Hvernig veistu að þú ert snillingur? Það eru ýmis teikn á lofti önnur en gáfnapróf og segja vísindin okkur að sumir hættir mannanna greini þá frá öðrum – og sumir eru bara gáfaðari en aðrir!

Í fyrsta lagi er það talið gáfumerki að blóta! Jú í alvöru! Rannsókn sýnir að fólk sem blótar hefur yfirleitt stærri orðaforða en þeir sem blóta ekki. Þannig haldið þið hin bara kj….!

drasl

Draslið er vinur þinn

Þú ert kannski ein/n af þeim sem segir að drasl sé ekki drasl….þar til einhver annar sér það þýðir það að þú ert „skipulagður draslari.” Rannsakendur í háskólanum í Minnesota létu tvo hópa fólks finna nýjar leiðir til að nota borðtennisbolta og niðurstöðurnar: Jú, þeir sem höfðu meira drasl í kringum sig fundu upp fleiri nýjar aðferðir en hinir og áttu auðveldara með að slíta sig úr viðjum vanans.

tygg

Þú þolir ekki ef fólk smjattar

Það er til raunverulegt heilkenni á ensku sem kallast „misophonia” en það hrjáir um 20% fólks. Það þýðir í raun að vera mjöööög viðkvæmur fyrir ákveðnum hljóðum. Rannsakendur fundu að þetta fólk hefur mun frjóari hugsun en aðrir sem finna ekki fyrir því.

Þú talar við sjálfa/n þig

Sumir telja að það sé til marks um einhverja „klikkun” að tala við sig sjálfan en svo er ekki. Það hjálpar heilanum að vinna á áhrifameiri hátt. Sjá greinina HÉR

vakna

Þú elskar að vaka lengi

1000 ungmenni voru rannsökuð í háskólanum í Madrid á Spáni og voru niðurstöðurnar óyggjandi: Þau sem vöktu lengur frameftir voru mun gáfaðri en aðrir sem fóru snemma í háttinn!

dood fors

Þér finnst gaman að krota

Kannski hefur einhver skammað þig fyrir að krota of mikið í bækurnar þínar eða eitthvað álíka. Það þykir hinsvegar gáfumerki samkvæmt þessari rannsókn og sýnir að þú hefur einbeitningu og manst hluti betur.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!