Canouk býr í Vancouver í Kanada og er afar þekktur þar í borginni. Hann er mjög mannelskur og svolítið sniðugur þar sem hann fer á McDonalds á kvöldin og fær sér franskar og á til að stela hinu og þessu. Hann rataði í fréttirnar þegar hann fjarlægði hníf af glæpavettvangi! Hann er meira að segja með sína eigin Facebooksíðu þar sem fólk tekur „selfies“ af sér með honum. Fyndinn fugl!