Ljósmyndarinn Meg Britton hafði enga hugmynd um hvaða áhrif ljósmyndin af litlu Corey Maison myndi hafa þegar hún deildi henni á samfélagsmiðlum.
Meg sem lagaði og fótósjoppaði myndina til að óskum Corey deildi ljósmyndinni með samþykki móður Corey og tilgangurinn var að vekja athygli á nýjum lögum um notkun baðherbergja í Norður-Karolínu í Bandaríkjunum. Myndin hefur hlotið mikla athygli og umræður hafa spunnist vegna hennar en Facebookpóstin má skoða hér að neðan.
Lögin sem um ræðir kveða á um að þú skulir nota baðherbergi eftir hefðbundnum kynjavenjum. Myndin fór eins og sinueldur um internetið og vakti athygli á málstaðnum sem Corey og móðir hennar vildi vekja athygli á.
Corey Litla er nefnilega trans-stúlka og móðir hennar vill að hún fái að nota kvennaklósettin eins og aðrar litlar stúlkur.
Í pósti á Facebook útskýrir ljósmyndarinn Meg Britton:
„Ef þetta væri dóttir ykkar væruð þið þá sátt við að hún færi inn á karlaklósett? Nei, ekki ég heldur. Corey Maiseon er trans-stúlka. Hún fæddist með kynfæri drengs en upplifir sig alfarið sem stúlka. Samkvæmt nýjum lögum neyðist hún til að nota karlaklósett. Ég myndi ekki vera í rónni með að senda hana á karlaklósett ef þetta væri dóttir mín. Verum sanngjörn, sýnum samúð og skilning og komum fram við aðra eins og þið viljið láta koma fram við ykkur.“
Er rétt að neyða hana til að nota karlaklósettin?
Hvað finnst ykkur? Alls ekki – segjum við hér á Sykur. Það væri gróft ofbeldi gagnvart henni.