KVENNABLAÐIÐ

„Hættu að pósta myndum af mér á Facebook, mamma!”

Hlustum á börnin okkar: Börn eru mun varkárari en foreldrar í hverju þau vilja að sé deilt á samfélagsmiðlunum.

Nýleg rannsókn sýnir að séu börn og fullorðnir spurð um netnotkun sameinast þau um þessar reglur: Ekki skrifa sms undir stýri, ekki vera sýnileg/ur þar sem ókunnugir geta náð sambandi við þig.

En það var ein fullyrðing þar sem börn í yfirgnæfandi meirihluta vildu að foreldrar sínir tækju til athugunar: Að myndum og færslum af þeim sé póstað af þeim að þeim forspurðum.

Svo sem: Myndum af þeim sofandi í aftursætinu, status um hvað þau séu pirruð á heimalærdómnum eða einhver hversdagsleg mál sem þeim finnst ekki að eigi erindi til annarra en fjölskyldumeðlima.

Börn Kim Kardashian eru dæmi um börn sem hafa alist upp á samfélagsmiðlum
Börn Kim Kardashian eru dæmi um börn sem hafa alist upp á samfélagsmiðlum

Talsmaður rannsóknarinnar, Alexis Hiniker í háskólanum í Washington segir: „Það var greinilegur munur á viðhorfum barna og fullorðinna á því sem deilt er með„öllum.”

249 hópar af foreldrum og börnum frá 40 ríkjum Bandaríkjanna tóku þátt í rannsókninni. Börn á aldrinum 10-17 ára svöruðu því til að þau væru „mjög áhyggjufull” af því hversu miklu efni foreldrarnir birtu um þau á samfélagsmiðlum. Foreldrarnir höfðu sýnilega minni áhyggjur af því en börnin.

Þrisvar sinnum fleiri börn en foreldrar sögðu að reglur ættu að gilda um hvað foreldrar deildu um fjölskylduna á samfélagsmiðlum.

Langflestir eru búnir að setja mynd af nýfæddum fjölskyldumeðlimi á Facebook nokkrum klukkutímum eftir fæðingu. Það er bara staðreynd. Margir foreldrar búa einnig til sér reikning fyrir börnin sín, t.d. á Instagram til að deila myndum, sorgum og sigrum barnsins til vina og ættingja.

 

Dóttir Coco og Ice-T Chanel var komin með sína eigin Twittersíðu áður en hún fæddist
Dóttir Coco og Ice-T Chanel var komin með sína eigin Twittersíðu áður en hún fæddist

 

Fyrstu börnin sem birtust öðrum á Facebook (sem hóf göngu sína árið 2004) eru ekki enn orðin unglingar. Hvernig á þeim eftir að finnast þegar þau eldast að foreldrarnir hafi haldið dagbók (oft opinbera) um líf þeirra og uppvöxt að þeim forspurðum?

Þrátt fyrir að þetta sé lítil rannsókn og kannski sú fyrsta sinnar tegundar, ber að taka niðurstöðurnar alvarlega. Þegar börnin okkar verða fullorðin verður þeim kannski ekki sama um þessi„rafrænu fótspor” sem þau höfðu ekkert um að segja á sínum tíma.

 

Stacey Steinberg, lögfræðiráðgjafi og félagsráðgjafi hjá háskólanum í Flórída segir:„Þegar börnin verða fullorðin sjá þau ævi sína á samfélagsmiðlum. Sumum finnst það frábært, en sumum kann að þykja það óþægilegt.”

 

„Mér finnst óþægilegt þegar foreldrar mínir pósta myndum af mér á samfélagsmiðlum,” segir Maisy Hoffman,  fjórtán ára frá Manhattan.„Margir eru „vinir” foreldra minna og sjá hvað þeir eru að setja inn um mig. Ég hef meiri áhyggjur af pabba, hann spyr mig ekki alltaf. Þannig ef hann tekur mynd þá spyr ég hann alltaf hvort hann ætli að setja hana á Facebook. Eða þá að ég kemst að því seinna ef einhvern vinur minn til dæmis hefur séð hana, og þarf að biðja hann að eyða henni.”

 

Oft þegar foreldrar pósta einhverju í góðri trú og þeim finnst eitthvað fallegt getur það hinsvegar verið tilefni til stríðni eins og Isabella Aijo, 15 ára, segir frá:„Mamma einnar stelpu í bekknum bjó til YouTube reikning fyrir hana þegar hún var í fjórða bekk syngjandi „She wrote me an Email.” Tveimur árum seinna sýndi bekkjarbróðir hennar öllum bekknum myndbandið og allir skellihlógu og gerðu grín að henni í kjölfarið.

 

Auðvitað ætla foreldrar aldrei að koma börnum sínum illa, þau vilja einungis varðveita minningar en það þarf að velja vel hvernig það er gert og hverjum efnið er sýnt. Einnig má ekki gleyma að þessi „fótspor” eru til á netinu í langan tíma, kannski það sem eftir er.

Heimild: NyTimes.com

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!