KVENNABLAÐIÐ

Svona umbreyta skurðlæknar typpi í píku – Magnað skýringamyndband

Kynleiðréttingaraðgerð er umtalsverð aðgerð og gífurlegrar þekkingar sem nákvæmni er krafist af þeim sérfræðingum sem að standa. Í myndbandinu hér að neðan, sem Evrópusamband Þvagfærasérfræðinga gaf út, er farið ofan í saumana á því hvernig typpi er umbreytt í píku.

Hér er sýnt af mikilli nákvæmni hvernig getnaðarlimnum og pungnum er beitt til að skapa píku sem er ekki einungis sannfærandi í útliti heldur getur einnig framkallað ósvikna fullnægingu. Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan, hefst aðgerðin á því að opna punginn sjálfan til að fjarlægja eistun, en í kjölfarið er broddurinn á getnaðarlimnum eða kóngurinn sjálfur skorinn frá meginhaftinu. Þetta er næmasti hluti getnaðarlimsins og er því notaður til að byggja upp sníp á síðari stigum aðgerðinnar. Þá eru það forhúðin og pungurinn sem notuð eru til að byggja upp ytri og innri barma og leggöngin sjálf, sem svo leiðir af sér ánægjulegt og fullnægjandi kynlíf þegar fram líða stundir.

Tekið skal fram að kynleiðréttingarferli er talsvert flókið og þungt í vöfum; aðgerðin sjálf sem sjá má á myndbandinu hér að neðan er einungis lokahnykkur á löngu ferli sem hefst á tilfinningalegri aðlögun, í kjölfarið fylgir hormónameðferð; inntöku á estrógen og bælandi meðferð við karlhormóninu andrógen, sem svo aftur breytir vöðvabyggingu og fitudreifingu á líkamanum, dregur úr vexti líkamshára og veldur kvenlegri vexti.

Viðkvæmir eru varaðir við áhorfinu, sem er myndrænt og afar nákvæmt í eðli sínu:

Uniklinikum Tübingen: Sex-Reassignment: Male to Female Surgery 2009 from Azraels-Art on Vimeo.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!