KVENNABLAÐIÐ

Dásamlegt aðventudagatal: „Gefðu fullt af faðmlögum og leggðu símann frá þér!“

Allsérstætt jóladagatal fyrir þá sem orðnir eru of gamlir fyrir súkkulaðiútgáfuna bar fyrir augu fulltrúa ritstjórnar í gær, sem prentuðu kærleikann út og hengdu samstundis upp á vegg.

Að baki uppátækinu stendur Styrmir Barkarson, sem þýddi og staðfærði hugmynd að kærleiksríkri aðventu og hefur hér heimfært upp á íslenskar aðstæður. Styrmir er einnig ábyrgðarmaður Lítilla Hjarta, sem í ágætri samvinnu við Velferðarsjóð Suðurnesja og valinna fyrirtækja, hefur safnað í skópakka handa börnum efnalítilla foreldra nú í ár.

Styrmir deildi þessu fallega dagatali á Facebooksíðunni Lítil Hjörtu þann 1 desember og býður fólki að grípa eintak og deila að vild, enda kostar ástin ekki krónu og er eina aflið sem margfaldast við deilingu. Sjálfur lætur Styrmir þessi orð falla:

Þegar við sýnum öðrum kærleik, þá sáum við fræjum breytinga og besti staðurinn til að byrja er í nærumhverfinu.

Þá er svo ekkert annað eftir en að opna glugga dagsins, sem minnir okkur á smáfuglana sem ekki má gleyma – en þó ekki allir séu færir um að gefa í jólasafnanir á borð við þá sem Lítil Hjörtu stendur fyrir, megum við öll sjá af faðmlagi og hlýjum orðum! 

12342707_1067249089986642_7072489025550091160_n

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!