KVENNABLAÐIÐ

Falleg áminning – „Það geta allir verið umhyggjusamir“

Varla er margt fegurra til en framtíðardraumar ungra barna, sem í einlægni greina frá eigin óskum og þrám; þeim draum að verða flugmaður, söngkona, hjúkrunarfræðingur eða jafnvel vísindaskáld.

Þær hugrenningar verða einmitt ljósar í myndbandinu hér að neðan, sem sýnir gullfalleg, íslensk börn ræða í einlægni við spyrilinn og segja frá því hvert hugur þeirra stefnir og hvað þau binda vonir við að áorka þegar fram á fullorðinsárin er komið.

Þó engin greinanleg tákn séu á lofti, eiga öll börnin hér að neðan það sameiginlegt að glíma við langvinna og ólæknandi sjúkdóma sem gera þeim ókleift að upplifa hefðbundinn hversdag, rétt eins og þeir jafnaldrar þeirra sem ekki þurfa á hjálpartækjum og sértækri lyfjameðferð að halda.

Að baki myndbandinu standa Umhyggjusamir einstaklingar, sem allir eiga það sameiginlegt að greiða mánaðarlegt styrktargjald í sjóð Umhyggju, sem komið var á laggirnar til að styðja við bakið á fjölskyldum langveikra barna svo draumar þeirra gæti ræst.

Hér má sjá dásamlegt myndbandið sem deilt var á Facebook síðu hópsins fyrir skemmstu, þar sem börnin sjálf, sem fara með aðalhlutverkin, láta gullfallegt ljós sitt skína:

Umhyggjusamir einstaklingarLangveik börn eiga sér framtíðardrauma sem við viljum öll gera að veruleika. Umhyggjusamir einstaklingar greiða mánaðarlega í Styrktarsjóð langveikra barna. Markmið sjóðsins er að styðja við bakið á fjölskyldum langveikra barna til þess að draumar þeirra rætist. Hjálpið okkur að deila þessu fallega myndbandi.

Posted by Umhyggjusamir einstaklingar on Wednesday, November 4, 2015

Nánari upplýsingar: UMHYGGJUSAMIR

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!