KVENNABLAÐIÐ

H Ú S R Á Ð: Þú munt aldrei líta bananahýði sömu augum

Ég datt um þessa grein á netinu og fannst þetta ákaflega forvitnilegt efni svo ég ákvað að lausþýða þetta og deila með ykkur. Sjálf hef ég ekki prófað neitt af þessu en þar verður breyting á, því að á mínu heimili eru borðaðir ca. 5-7 bananar á dag sem þýðir að það fer hellingur af bananahýði í ruslið.

Fjölskyldan ávallt útötuð í flugnabitum og tréflísum. Já! Þetta verður prófað!

Flestir líta á bananahýði eingöngu sem náttúrulegar umbúðir utan um þessa unaðslegu banana sem við öll elskum svo mikið. En í rauninni er til langur listi af  alls konar ráðum um nýtingu bananahýðisins. Það er ekki bara efni í skopleg teiknimyndaatriði eða áhrifaríkt vopn í Mario Cart.

Hér eru 10 góð ráð um nýtinu bananahýða sem þér hefur sennilega aldrei dottið til hugar:

1. Dregur úr áhrifum skordýrabita:

Það dregur úr kláða að nudda bananahýði á skordýrabit. Það er engin vísindaleg sönnun fyrir þessu, en bananahýði eru full af fjölsykrum sem soga vökva úr skordýrabitum. Sumir telja að þetta hjálpi einnig til við að létta kláðann og þrotann af mý- og moskító bitum.

2. Skóáburður:

Áttu leðurskó? Nuddaðu þá skóna með bananahýði og síðan með mjúkum klút. Bananahýði eru stútfull af potassium, alveg eins og venjulegur skóáburður.

3. Græðir mar:

Þar sem bananahýði eru með styrkjandi eiginleika, geta þau bætt marbletti á hörundinu. Bara nudda því yfir blettina og horfa á þá dofna.

4. Hvíttar tennur:

Ertu þreytt/ur  á því prófa alls kyns tannkrems tegundir sem eiga að hvítta tennurnar? Nú jæja, prófaðu þá að nudda hýðinu á tennurnar og þú munt sjá breytingar á nokkrum vikum. Það er talið að potassiumið í bananahýðunum hjálpi til við tannhvíttunina. Gerðu þetta í 2-3 mínútur á dag en þú þarft samt að tannbursta þig eftir á til að fjarlægja leifarnar af hýðinu. Sambland af herpandi salisýlsýru, mildri bleikjun sítrónusýrunnar í hýðinu og með því að draga úr bakteríumyndun, mun gera tennur þína eins og skínandi perlur.

5. Mýkir kjöt:

Ef þú setur bananahýði á pönnuna með kjötinu, bætir það ekki aðeins bragðið heldur virka sýrurnar í hýðinu, sem náttúrulegt mýkingarefni!

6. Læknar útbrot:

Bananahýði eru frábær til að draga úr kláða og útbrotum. Enn og aftur eru það hin herpandi áhrif sýranna i hýðinu sem virka eins og náttúruleg hreinsiefni.

7. Læknar höfuðverk:

Ertu með hausverk? Í sumum menningarsamfélögum eru höfuðverkir fjarlægðir með því að halda bananahýði við ennið. Hvort þetta eru lyfleysuáhrif eður ei, þá virkar þetta.

8. Fægðu leðrið:

Líkt og með leðurskóna þá geturðu notað bananahýðið til að fægja leðurjakka og töskur. Margir nota hýðið til að bóna leðurhúsgögnin sín. Mundu bara eftir því að fjarlægja leifarnar með mjúkum klút.

9. Fjarlægir flísar: 

Enn og aftur mjög nothæft húsráð. Hyldu flísina í húðinni með bananahýði og hafðu það þar í 30-60 mínútur. Ensímin í hýðinu mun seytla inn og mýkja húðina sem gerir það að verkum að flísin fer auðveldlega út.

10. Fjarlægir blekbletti af húð:

Öll fáum við blek á hendurnar á einhverjum tímapunkti og í staðinn fyrir að nota sterk efni eða sápur, nuddaðu bananahýði á blekblettina og olíurnar í hýðinu munu veikja efnatengslin við húðina og þá geturðu einfaldlega notað vatn til að hreinsa leifarnar af blekinu af þér!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!