Hvernig litu fyrstu manneskjurnar út? Hvar héldu þær sig á jörðinni og hvernig lífi lifðu fyrstu manneskjurnar sem gengu á jörðinni fyrir milljónum ára? Getur verið að þær hafi líkst okkur í háttum?
Myndbandið hér að neðan er ekki alveg nýtt af nálinni og bókin sem ber heitið Shaping Humanity vísað er til í kynningarstiklunni, er hreint út sagt hrífandi.
Bókin hefur hlotið verðlaun fyrir skreytingarnar, sem voru í höndum John Gurche, sem meðal annars hefur unnið fyrir National Geography. Vart er annað hægt að segja en að hér fer hrífandi kynningarstikla og þó bókin hafi komið út árið 2013 er eitt víst; þróun mannskepnunnar er og verður ávallt ein af stærstu hugðarefnum lífsins: