KVENNABLAÐIÐ

Justin Bieber uppgötvaði Madison Beer (16) gegnum YouTube og gerði að stjörnu!

Í villtustu draumum tónelskra unglinga hlýtur að vera sú veika von að ná eyrum Justin Bieber gegnum YouTube uppfærslur á persónulegum flutningi tónlistar; hvort sem um frumsamin verk eða endurflutning er að ræða.

Madison Beer er lifandi sönnun þess að slíkir draumar eru ekki óraunhæfir og geta hæglega hrundið af stað mögnuðum tónlistarferli, en stúlkan er nú orðin sextán ára gömul og skaut upp á stjörnuhimininn þegar Justin Bieber deildi heimaupptöku af henni að syngja, en sjálfur var hann uppgötvaður af tónlistarmanninum Usher gegnum YouTube fyrir fjölmörgum árum síðan, þá einungsi barn að aldri.

CRFB_ONLINE_APR-9

Í viðtali við CR Fashion Book segist Madison hafa átt sér einskis von þegar hún deildi myndbandi af sjálfri sér á YouTube fyrir þremur árum síðan – sem náði eyrum Bieber sem deildi upptökunni á Twitter:

Ég settist bara niður og tók upp syrpu af mér að syngja með tónlist Bruno Mars; ég steypti nokkrum lögum með honum saman og sauð saman lagasyrpu sem ég flutti. Mér fannst þetta hriklega flott og ég gerði þetta bara að gamni mínu. Mér var engin alvara, mér leiddist eiginlega bara. Tveimur vikum síðar fékk mamma mín tölvupóst frá Scooter Braun [umboðsmaður Bieber innsk. blm] sem óskaði þess að koma á fundi með mér við fyrsta tækifæri.

Svona gerast kaupin stundum á eyrinni, en fundur þeirra mæðgna við Braun leiddi af sér útgáfusamning við Island Def Jam og enn náðu upptökur Madison eyrum Bieber; í þetta sinn endurflutti stúlkan annars vegar tónlist Carly Rae Jespen og svo hið gullfalega lag Ettu James; At Last sem sýndi svo ekki varð um villst að Madison býr yfir ótvíræðum hæfileikum á sviði sönglistar.

Justin var að auglýsa mig. Hann var að hjálpa mér. Ég fríkaði næstum út. Ég var svo ung! Þetta var svo klikkuð tilhugsun að ég hefði aldrei getað ímyndað mér að þetta myndi gerast.  Aldrei hefði mér dottið í hug að Justin Bieber myndi deila tónlistinni minni á Twitter. Ég var þakklát og undrandi og svo fór boltinn bara að rúlla.

CRFB_ONLINE_APR-92

Sjálf segir Madison að hún hlusti mikið á Ettu James, Whitney Houston og Bítlana, sem hún kallar eldri tónlistarfólk og að hún sæki mikinn innblástur í eldri verk, sem gefi henni ljósa mynd af hvernig popptónlist hefur þróast undanfarna áratugi.

Þetta er tónlistarfólkið sem mótaði tónlistina sem fólk hlustar á í dag.

Hér má heyra nýjasta lag stúlkunnar, sem er orðin 16 ára gömul í dag og var uppgötvuð af sjálfum Bieber, þá 13 ára og það gegnum samskiptamiðla. Viðtalið við Madison á vef CR Fashion Book má lesa í heild hér en ef eitthvað er, er stúlkan lifandi sönnun þess að draumar rætast … 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!