Við eigum öll einn eða eina í pokahorninu. Kærustuna sem smaug gegnum fingur elskhugans eða vonbiðilinn sem hætti við ástarævintýrið á ögurstundu.
Allir eiga sér einhverja ljúfsára minningu, gamla æskuást – (ritstjóri náði til dæmis augnsambandi við íðilfagran mann á lestarstöð og ævintýrið varði í heilar sextíu sekúndur, eða allt þar til fjandans lestin tók af stað … og þar með var úti um framhaldið).
Hvað hefur þú aldrei viðurkennt fyrir neinum öðrum, hvað myndir þú segja ef þér gæfist færi á að tala algerlega frá hjartanu og ertu í raun viss um að forlögin hafi ekki ætlað þér eitthvað annað?