KVENNABLAÐIÐ

Það getur komið að því í lífinu að manni finnist allt frekar vonlaust: „Við getum ekki lifað án vonar“

Texti: Guðrún Óla Jónsdóttir

„Við getum lifað án margra hluta, en við getum ekki lifað án ímyndunarafls, við getum ekki lifað án vonar,“ sagði Ariel Dorfman. Það getur komið að því í lífinu að manni finnist allt frekar vonlaust og maður hreinlega sjái ekki fram á betri tíð með blóm í haga. Í bók sinni How To Be Hopeful gefur Bernadette Russell lesendum sínum hugmyndir og æfingar til að finna vonina á ný.

Hún tekur sem dæmi þrjú einföld atriði sem hægt er að nýta sér til þess:

1.SETTU ÞÉR MARKMIÐ

Ef þú finnur fyrir vonleysi og finnst þú standa frammi fyrir óyfirstíganlegu vandamáli, skaltu reyna að finna þér einhvern tilgang. Að finna tilgang getur hjálpað þér að setja fókusinn á eitthvað annað en vandamálið og vonleysið. Hugsaðu um eitthvað sem þig hefur alltaf langað til að gera. Það þarf ekki að vera neitt risastórt, eins og að synda Viðeyjarsund, og það þarf heldur ekki að kosta mikið – jafnvel ekki neitt! Kannski hefur þig alltaf langað að klára bókina sem þú byrjaðir á fyrir löngu síðan en liggur alltaf óhreyfð á náttborðinu, eða að ná að hlaupa fimm kílómetra án þess að stoppa neitt, rækta grænmeti á svölunum eða útbúa myndavegg í stofunni. Veldu eitthvað sem þú ert spennt/ ur fyrir eða hefur áhuga á, eitthvað sem þú getur hlakkað til að gera.

2. HELLTU ÞÉR ÚT Í AÐ SKOÐA SÖGUNA

Er eitthvað í nærumhverfinu þínu sem þú hefur áhuga á? Til dæmis einhver gömul bygging sem þig langar að fræðast meira um? Skoðaðu það betur, þú gætir gúgglað á netinu eða farið á bókasöfn til að fræðast um sögu hússins. Langar þig kannski að hella þér út í ættfræðina? Byrjaðu á því að kíkja á vefinn www.islendingabok.is og svo geturðu unnið þig smám saman út frá því. Lestu þér til um áhugamálið, hvort sem það er handavinna eða tónlist. Möguleikarnir eru endalausir, við bara gleymum því stundum að það er svo margt í kringum okkur sem vert er að gefa gaum.

 

3. FINNDU ÞÉR EITTHVAÐ TIL AÐ HLAKKA TIL

Ef þú hefur átt erfiðan dag, skaltu ákveða eitthvað eitt sem þú ætlar að leyfa þér að hlakka til næsta dag. Hugsaðu um það áður en þú ferð að sofa og finndu hvernig tilhlökkunin kitlar þig í magann. Það þarf ekki að vera stórt eða dýrt. Þetta gæti verið eitthvað einfalt eins og að leyfa sér góðan kaffibolla á nýju kaffihúsi, fara í gufuna í sundlauginni og eiga þar stund út af fyrir sig, hitta góða vinkonu eða vin sem þú hefur ekki hitt lengi eða fara í langt og gott freyðibað. Stundum geta minnstu hlutir sem við ákveðum fram í tímann komið okkur í gegnum daginn og veitt okkur von. Þú geturskrifað þetta niður: „Morgundagurinn verður betri. Ég hlakka til að …“

This image has an empty alt attribute; its file name is 41D9PxBLSeS.jpeg

 

Birtíngur er með stútfullt safn af íslensku efni, viðtölum og greinum.

Öll blöð Birtíngs eru á einum stað. Með áskrift að vefnum færðu aðgang að fjölbreyttum og áhugaverðum greinum og viðtölum.

Frá aðeins 1.890 kr á mánuði og engin skuldbinding.

www.birtingur.is

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!